Í lífshættu eftir árás stuðningsmanna Roma Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 06:01 Árásin átti sér stað við Alton Pub við Walton Breck Road, skammt frá heimavelli Liverpool. Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll knattspyrnufélagsins Liverpool. Liðið mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Árásin átti sér stað fyrir leikinn en tveir menn, sem sagðir eru vera ítalskir stuðningsmenn aðkomuliðsins, voru handteknir vegna málsins. Þeir eru grunaðir um banatilræði. Þolandinn, sem er stuðningsmaður Liverpool að sögna breska ríkisútvarpsins, hlaut höfuðáverka og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í borginni. Knattspyrnufélagið Liverpool sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem það sagði árásina vera hrotta- og hræðilega. Vitni lýsa því hvernig ítölsku mennirnir tveir veittust að þeim breska og börðu hann með belti þangað til að hann féll til jarðar. Þetta voru ekki einu átökin sem áttu sér stað við Anfield í gærkvöldi. Talið er að um 80 stuðningsmenn Roma hafi náð að lauma sér inn á áhangendasvæði Liverpool, með það eina markmið að valda óskunda. Myndbrot sýna meðvitundarlausan mann liggja í götunni eftir viðskipti sín við Rómverja. Einn aðkomumaður sést einnig haldandi á hamri er hann gengur meðal stuðningsmanna Liverpool. Alls voru sjö karlmenn, á aldrinum 20 til 43 ára, handteknir í gærkvöldi og eru þeir grunaðir um allt frá eignaspjöllum til líkamsárása. Leik Liverpool og Roma lauk með 5-2 sigri heimaliðsins. Þau mætast aftur í Rómarborg 2. maí. Tengdar fréttir Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15 Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04 Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll knattspyrnufélagsins Liverpool. Liðið mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Árásin átti sér stað fyrir leikinn en tveir menn, sem sagðir eru vera ítalskir stuðningsmenn aðkomuliðsins, voru handteknir vegna málsins. Þeir eru grunaðir um banatilræði. Þolandinn, sem er stuðningsmaður Liverpool að sögna breska ríkisútvarpsins, hlaut höfuðáverka og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í borginni. Knattspyrnufélagið Liverpool sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem það sagði árásina vera hrotta- og hræðilega. Vitni lýsa því hvernig ítölsku mennirnir tveir veittust að þeim breska og börðu hann með belti þangað til að hann féll til jarðar. Þetta voru ekki einu átökin sem áttu sér stað við Anfield í gærkvöldi. Talið er að um 80 stuðningsmenn Roma hafi náð að lauma sér inn á áhangendasvæði Liverpool, með það eina markmið að valda óskunda. Myndbrot sýna meðvitundarlausan mann liggja í götunni eftir viðskipti sín við Rómverja. Einn aðkomumaður sést einnig haldandi á hamri er hann gengur meðal stuðningsmanna Liverpool. Alls voru sjö karlmenn, á aldrinum 20 til 43 ára, handteknir í gærkvöldi og eru þeir grunaðir um allt frá eignaspjöllum til líkamsárása. Leik Liverpool og Roma lauk með 5-2 sigri heimaliðsins. Þau mætast aftur í Rómarborg 2. maí.
Tengdar fréttir Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15 Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04 Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15
Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04
Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30