Í lífshættu eftir árás stuðningsmanna Roma Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 06:01 Árásin átti sér stað við Alton Pub við Walton Breck Road, skammt frá heimavelli Liverpool. Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll knattspyrnufélagsins Liverpool. Liðið mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Árásin átti sér stað fyrir leikinn en tveir menn, sem sagðir eru vera ítalskir stuðningsmenn aðkomuliðsins, voru handteknir vegna málsins. Þeir eru grunaðir um banatilræði. Þolandinn, sem er stuðningsmaður Liverpool að sögna breska ríkisútvarpsins, hlaut höfuðáverka og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í borginni. Knattspyrnufélagið Liverpool sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem það sagði árásina vera hrotta- og hræðilega. Vitni lýsa því hvernig ítölsku mennirnir tveir veittust að þeim breska og börðu hann með belti þangað til að hann féll til jarðar. Þetta voru ekki einu átökin sem áttu sér stað við Anfield í gærkvöldi. Talið er að um 80 stuðningsmenn Roma hafi náð að lauma sér inn á áhangendasvæði Liverpool, með það eina markmið að valda óskunda. Myndbrot sýna meðvitundarlausan mann liggja í götunni eftir viðskipti sín við Rómverja. Einn aðkomumaður sést einnig haldandi á hamri er hann gengur meðal stuðningsmanna Liverpool. Alls voru sjö karlmenn, á aldrinum 20 til 43 ára, handteknir í gærkvöldi og eru þeir grunaðir um allt frá eignaspjöllum til líkamsárása. Leik Liverpool og Roma lauk með 5-2 sigri heimaliðsins. Þau mætast aftur í Rómarborg 2. maí. Tengdar fréttir Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15 Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04 Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll knattspyrnufélagsins Liverpool. Liðið mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Árásin átti sér stað fyrir leikinn en tveir menn, sem sagðir eru vera ítalskir stuðningsmenn aðkomuliðsins, voru handteknir vegna málsins. Þeir eru grunaðir um banatilræði. Þolandinn, sem er stuðningsmaður Liverpool að sögna breska ríkisútvarpsins, hlaut höfuðáverka og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í borginni. Knattspyrnufélagið Liverpool sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem það sagði árásina vera hrotta- og hræðilega. Vitni lýsa því hvernig ítölsku mennirnir tveir veittust að þeim breska og börðu hann með belti þangað til að hann féll til jarðar. Þetta voru ekki einu átökin sem áttu sér stað við Anfield í gærkvöldi. Talið er að um 80 stuðningsmenn Roma hafi náð að lauma sér inn á áhangendasvæði Liverpool, með það eina markmið að valda óskunda. Myndbrot sýna meðvitundarlausan mann liggja í götunni eftir viðskipti sín við Rómverja. Einn aðkomumaður sést einnig haldandi á hamri er hann gengur meðal stuðningsmanna Liverpool. Alls voru sjö karlmenn, á aldrinum 20 til 43 ára, handteknir í gærkvöldi og eru þeir grunaðir um allt frá eignaspjöllum til líkamsárása. Leik Liverpool og Roma lauk með 5-2 sigri heimaliðsins. Þau mætast aftur í Rómarborg 2. maí.
Tengdar fréttir Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15 Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04 Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15
Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04
Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30