Í lífshættu eftir árás stuðningsmanna Roma Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 06:01 Árásin átti sér stað við Alton Pub við Walton Breck Road, skammt frá heimavelli Liverpool. Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll knattspyrnufélagsins Liverpool. Liðið mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Árásin átti sér stað fyrir leikinn en tveir menn, sem sagðir eru vera ítalskir stuðningsmenn aðkomuliðsins, voru handteknir vegna málsins. Þeir eru grunaðir um banatilræði. Þolandinn, sem er stuðningsmaður Liverpool að sögna breska ríkisútvarpsins, hlaut höfuðáverka og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í borginni. Knattspyrnufélagið Liverpool sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem það sagði árásina vera hrotta- og hræðilega. Vitni lýsa því hvernig ítölsku mennirnir tveir veittust að þeim breska og börðu hann með belti þangað til að hann féll til jarðar. Þetta voru ekki einu átökin sem áttu sér stað við Anfield í gærkvöldi. Talið er að um 80 stuðningsmenn Roma hafi náð að lauma sér inn á áhangendasvæði Liverpool, með það eina markmið að valda óskunda. Myndbrot sýna meðvitundarlausan mann liggja í götunni eftir viðskipti sín við Rómverja. Einn aðkomumaður sést einnig haldandi á hamri er hann gengur meðal stuðningsmanna Liverpool. Alls voru sjö karlmenn, á aldrinum 20 til 43 ára, handteknir í gærkvöldi og eru þeir grunaðir um allt frá eignaspjöllum til líkamsárása. Leik Liverpool og Roma lauk með 5-2 sigri heimaliðsins. Þau mætast aftur í Rómarborg 2. maí. Tengdar fréttir Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15 Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04 Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll knattspyrnufélagsins Liverpool. Liðið mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Árásin átti sér stað fyrir leikinn en tveir menn, sem sagðir eru vera ítalskir stuðningsmenn aðkomuliðsins, voru handteknir vegna málsins. Þeir eru grunaðir um banatilræði. Þolandinn, sem er stuðningsmaður Liverpool að sögna breska ríkisútvarpsins, hlaut höfuðáverka og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi í borginni. Knattspyrnufélagið Liverpool sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem það sagði árásina vera hrotta- og hræðilega. Vitni lýsa því hvernig ítölsku mennirnir tveir veittust að þeim breska og börðu hann með belti þangað til að hann féll til jarðar. Þetta voru ekki einu átökin sem áttu sér stað við Anfield í gærkvöldi. Talið er að um 80 stuðningsmenn Roma hafi náð að lauma sér inn á áhangendasvæði Liverpool, með það eina markmið að valda óskunda. Myndbrot sýna meðvitundarlausan mann liggja í götunni eftir viðskipti sín við Rómverja. Einn aðkomumaður sést einnig haldandi á hamri er hann gengur meðal stuðningsmanna Liverpool. Alls voru sjö karlmenn, á aldrinum 20 til 43 ára, handteknir í gærkvöldi og eru þeir grunaðir um allt frá eignaspjöllum til líkamsárása. Leik Liverpool og Roma lauk með 5-2 sigri heimaliðsins. Þau mætast aftur í Rómarborg 2. maí.
Tengdar fréttir Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15 Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04 Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. 24. apríl 2018 21:15
Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. 24. apríl 2018 21:04
Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. 24. apríl 2018 20:30