Enski boltinn

Félagar Birkis höfðu betur gegn Aroni í mikilvægum toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í baráttunni í kvöld.
Aron í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff töpuðu mikilvægum stigum er liðið tapaði 1-0 fyrir Aston Villa í ensku B-deildinni í dag. Þetta var hins vegar mikilvægur sigur fyrir Birki Bjarnason og félaga í Aston Villa.

Eina mark leiksins kom á 85. mínútu er Jack Grealish skoraði en Aron Einar nældi ser í gult spjald á 78. mínútu. Birkir var ekki í leikmannahóp Villa sem er í fjórða sætinu með 76 stig en Cardiff er sæti ofar með 80 stig.

Jón Daði Böðvarsson spilaði í 69 mínútur er liðið tapaði 1-0 fyrir Fulham á utivelli. Stefan Johansen skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en Reading er í nítjánda sætinu, fimm stigum frá fallsæti.

Hörður Björgvin Magnússon var ekki í leikmannahóp Bristol sem vann 3-1 sigur á Birmingham. Bristol er í áttunda sætinu, þremur stigum frá umspilssæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×