Erlent

Magni játar að hafa myrt Sherry

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Magna Böðvari Þorvaldssyni var gefið að sök að hafa myrt Sherry Prather árið 2012
Magna Böðvari Þorvaldssyni var gefið að sök að hafa myrt Sherry Prather árið 2012
Dómstóll í Jacksonville í Flórída hefur dæmt Magna Böðvar Þorvaldsson í 20 ára fangelsi eftir að hann játaði að hafa myrt Sherry Prather árið 2012.

Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Hófst þá mikil leit að Prather í rúman mánuð. Í nóvember sama árs fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.

Banamein hennar var skotsár á bringunni. Magni, sem gengið hefur undir nafninu Johnny Johnson vestanhafs, var svo handtekinn þremur árum síðar grunaður um verknaðinn.

Sjá einnig: Magni kvaðst vera saklaus

Þrátt fyrir að Magni hafi játað liggur ekki enn fyrir hvað vakti fyrir honum. Hann er sagður hafa gefið lögreglunni margvíslegar útgáfur af kynnum sínum af Prather og fjarvistarsönnun hans breyttist sífellt í yfirheyrslum.

Hann hélt fram sakleysi sínu lengi vel en ákvað síðar að játa morðið á sig gegn vægari dómi. Hinn 43 ára gamli Íslendingur mun því þurfa að verja næstu 20 og hálfu ári á bakvið lás og slá.

Frétt News4Jax um málið má sjá hér að neðan

 


Tengdar fréttir

Magni kvaðst vera saklaus

Magni Böðvar Þorvaldsson, sem ákærður er fyrir morðið á Sherry Prather sem framið var árið 2012, mætti fyrir dóm í Jacksonville í Flórída í gær og kvaðst saklaus. Þá var ákæran einnig lesin upp fyrir Magna.

Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð

Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×