Orðljóti liðþjálfinn látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2018 04:57 R. Lee Ermey var 77 ára gamall. Vísir/Getty Leikarinn R. Lee Ermey, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á harðskeytta liðþjálfanum „Gunny“ Hartman í stríðsmyndinni Full Metal Jacket, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Áður en Ermey fór út í leiklist hafði hann verið landgönguliði í bandaríska sjóhernum. Það átti eftir að gagnast honum því fyrir vikið nældi hann sér í mörg hlutverk sem hermaður á löngum leiklistarferli. Umboðamaður Ermey skrifaði á Twitter-síðu leikarans að hann hafi látist eftir baráttu við lungnabólgu. „Hans verður sárt saknað,“ stendur í færslunni. „Semper fi, Gunny. Góða ferð.“ Statement from R. Lee Ermey's long time manager, Bill Rogin: It is with deep sadness that I regret to inform you all that R. Lee Ermey ("The Gunny") passed away this morning from complications of pneumonia. He will be greatly missed by all of us. Semper Fi, Gunny. Godspeed. pic.twitter.com/vf4O78JKmb — R. Lee Ermey (@RLeeErmey) April 15, 2018Ermey fæddist í Kansas árið 1944 og starfaði í hernum á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Var hann meðal annars sendur til Japans og Víetnam þar sem hann gegndi stöðu liðþjálfa. Það var svo árið 1987 sem hann birtist í hlutverki Hartman í stórmynd Stanley Kubrick, Full Metal Jacket, en frammistaða hans skilaði honum Golden Globe-tilnefningu. Sagan segir að Kubrick hafi ráðið Ermey sem ráðgjafa við gerð myndarinnar en heillast svo af frammistöðu hans að leikstjórinn hafi hreinlega ákveðið að láta hann fá hlutverkið. Leikarinn átti síðar eftir að talsetja fjölda teiknimynda, til að mynda ljáði hann leikfangahermönnunum í Leikfangasögu rödd sína, ásamt því að birtast í tugum her- og stríðsmynda.Hér að neðan má sjá atriðið sem skráði nafn Ermey á spjöld kvikmyndasögunnar. Andlát Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Leikarinn R. Lee Ermey, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á harðskeytta liðþjálfanum „Gunny“ Hartman í stríðsmyndinni Full Metal Jacket, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Áður en Ermey fór út í leiklist hafði hann verið landgönguliði í bandaríska sjóhernum. Það átti eftir að gagnast honum því fyrir vikið nældi hann sér í mörg hlutverk sem hermaður á löngum leiklistarferli. Umboðamaður Ermey skrifaði á Twitter-síðu leikarans að hann hafi látist eftir baráttu við lungnabólgu. „Hans verður sárt saknað,“ stendur í færslunni. „Semper fi, Gunny. Góða ferð.“ Statement from R. Lee Ermey's long time manager, Bill Rogin: It is with deep sadness that I regret to inform you all that R. Lee Ermey ("The Gunny") passed away this morning from complications of pneumonia. He will be greatly missed by all of us. Semper Fi, Gunny. Godspeed. pic.twitter.com/vf4O78JKmb — R. Lee Ermey (@RLeeErmey) April 15, 2018Ermey fæddist í Kansas árið 1944 og starfaði í hernum á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Var hann meðal annars sendur til Japans og Víetnam þar sem hann gegndi stöðu liðþjálfa. Það var svo árið 1987 sem hann birtist í hlutverki Hartman í stórmynd Stanley Kubrick, Full Metal Jacket, en frammistaða hans skilaði honum Golden Globe-tilnefningu. Sagan segir að Kubrick hafi ráðið Ermey sem ráðgjafa við gerð myndarinnar en heillast svo af frammistöðu hans að leikstjórinn hafi hreinlega ákveðið að láta hann fá hlutverkið. Leikarinn átti síðar eftir að talsetja fjölda teiknimynda, til að mynda ljáði hann leikfangahermönnunum í Leikfangasögu rödd sína, ásamt því að birtast í tugum her- og stríðsmynda.Hér að neðan má sjá atriðið sem skráði nafn Ermey á spjöld kvikmyndasögunnar.
Andlát Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira