Erlent

Íraksstjórn segir loftárásir á Sýrland styrkja stöðu ISIS

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Ríkisstjórn Íraks segir að loftárásir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi séu til þess fallnar að styrkja stöðu öfgahópa á borð við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Utanríkisráðherra Íraks segist hafa rætt við bandarískan kollega sinn símleiðis til að lýsa áhyggjum íraskra stjórnvalda af stöðunni í grannríkinu Sýrlandi. Hann segir að mikill árangur hafi náðst í baráttunni við hryðjuverkahópa sem starfa beggja megin landamæranna en nú sé hætta á að öfgamenn nýti sér þann óstöðugleika sem myndi fylgja frekar hernaðaríhlutun vesturveldanna á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×