Erlent

Íraksstjórn segir loftárásir á Sýrland styrkja stöðu ISIS

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar

Ríkisstjórn Íraks segir að loftárásir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi séu til þess fallnar að styrkja stöðu öfgahópa á borð við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Utanríkisráðherra Íraks segist hafa rætt við bandarískan kollega sinn símleiðis til að lýsa áhyggjum íraskra stjórnvalda af stöðunni í grannríkinu Sýrlandi. Hann segir að mikill árangur hafi náðst í baráttunni við hryðjuverkahópa sem starfa beggja megin landamæranna en nú sé hætta á að öfgamenn nýti sér þann óstöðugleika sem myndi fylgja frekar hernaðaríhlutun vesturveldanna á svæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.