Belgísk fyrirtæki sökuð um að flytja bönnuð efni til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 14:45 Réttarhöld vegna málsins hefjast í Antwerp þann 15. maí. Vísir/GEtty Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug. Sýrland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug.
Sýrland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira