Belgísk fyrirtæki sökuð um að flytja bönnuð efni til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 14:45 Réttarhöld vegna málsins hefjast í Antwerp þann 15. maí. Vísir/GEtty Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug. Sýrland Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug.
Sýrland Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira