Belgísk fyrirtæki sökuð um að flytja bönnuð efni til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 14:45 Réttarhöld vegna málsins hefjast í Antwerp þann 15. maí. Vísir/GEtty Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug. Sýrland Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug.
Sýrland Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira