Erlent

Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Sem hluti af dómssáttinni mun McDougal birtast á forsíðu Men's Health Magazine, líkast til í septemberútgáfu blaðsins.
Sem hluti af dómssáttinni mun McDougal birtast á forsíðu Men's Health Magazine, líkast til í septemberútgáfu blaðsins. VISIR / GETTY
Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt við útgáfufyrirtækið American Media Inc. sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. Útgefandinn keypti útgáfuréttinn að sögunni án þess að nokkurn tímann skrifa um hana.

Söguna keypti útgefandinn í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir 150 þúsund dollara. Klámmyndastjarnan Stormy Daniels á í svipuðum málaferlum en Michael Cohen, lögmaður Trump, keypti þögn hennar á 130 þúsund dollara.

McDougal sagði frá því í viðtali við CNN síðastliðinn mánuð að samband hennar og Trump hefði hafist árið 2006 og staðið í um tíu mánuði. Þau hafi hist á mismunandi stöðum sem allir hafi verið í eigu Trump, þar á meðal íbúð sem hann bjó í ásamt eiginkonu sinni, Melaniu Trump, og kornungum syni þeirra.

Í yfirlýsingu segist McDougal „vera fegin því að mega loks fá að segja sannleikann í málinu.“

Washington Post greinir frá.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×