Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fálki á flugi. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir kaupum á myndavélum til að vakta fálkahreiður. Vísir/GETTY Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00