Ronaldo skoraði í tíunda leiknum í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cristiano Ronaldo er kominn með 20 mörk í síðustu 10 leikjum fyrir Real Madrid.
Cristiano Ronaldo er kominn með 20 mörk í síðustu 10 leikjum fyrir Real Madrid. vísir/getty
Cristiano Ronaldo skoraði í tíunda leiknum í röð þegar Madrídarliðin Real og Atletico mættust í La Liga deildinni á Spáni í dag.

Ronaldo kom Real yfir á 53. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik. Gareth Bale á góða fyrirgjöf inn í teigin og Ronaldo skorar viðstöðulaust eftir að varnarmaðurinn Lucas Hernandez lét botann fara framhjá sér.

Real fékk þó ekki að njóta þess að vera yfir lengi því Antoine Griezmann skoraði jöfnunarmark aðeins þremur mínútum seinna. Thomas Partey átti sendingu inn á Griezmann sem kom boltanum áleiðis á Vitolo. Skot Vitolo var varið af Kaylor Navas en frákastið féll fyrir Griezmann og Frakkinn skorar í gegnum þvögu í teig Real.

Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli niðurstaðan. Atletico er því ennþá fjórum stigumfyrir ofan Real í öðru sæti deildarinnar. Atletico getur labbað af velli ánægðari af liðunum tveimur eftir frammistöðu liðanna í dag en mest hlakkar í Barcelona sem er með átta fingur á Spánarmeistaratitlinum.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira