Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. apríl 2018 09:00 Geðdeyfðarlyf virka betur en lyfleysumeðferð samkvæmt rannsókninni. Fréttablaðið/Getty Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. Notkun geðdeyfðarlyfja við alvarlegu þunglyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysu. Þessi nýja og yfirgripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstaklinga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamennirnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstaklinga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeðferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geðraskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viðurkennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu.Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræðiHann segir ávinning rannsóknarinnar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndislyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þunglyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeðferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flestum hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. Notkun geðdeyfðarlyfja við alvarlegu þunglyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysu. Þessi nýja og yfirgripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstaklinga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamennirnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstaklinga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeðferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geðraskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viðurkennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu.Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræðiHann segir ávinning rannsóknarinnar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndislyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þunglyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeðferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flestum hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira