Innlent

Mesti næturkuldinn gefur eftir á næstu dögum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í dag verður hægur vindur og sums staðar dálítil él,
Í dag verður hægur vindur og sums staðar dálítil él, Vísir/Hanna

Í dag verður hægur vindur og sums staðar dálítil él, einkum við norðurströndina, en suðaustantil á morgun samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Annars víða bjartviðri. Bætir smám saman í vind af suðaustri sunnan- og vestantil á morgun og má búast við allhvössum vindi allra vestast annað kvöld. Hægt og bítandi gefur mesti næturkuldinn eftir á næstu dögum og á miðvikudag er útlit fyrir að hlýna ofurlítið og gæti þá orðið frostlaust að næturlagi líka. Eins fer þá hitinn að deginum heldur hærra á hitamælinum.

Veðurhorfur á landinu:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum, en stöku él, einkum við N-ströndina í dag og SA-til á morgun. Vaxandi austan og suðaustanátt um landið S- og V-vert á morgun, 8-15 annað kvöld, hvassast V-ast. Hiti að 6 stigum S-lands yfir daginn, en annars um og undir frostmarki. Talsvert frost sums staðar í nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað í fyrstu, en 5-10 m/s og þykknar síðan upp á S-verðu landinu. Hiti 1 til 5 stig S-til að deginum, en annars kringum frostmark.

Á mánudag:
Suðaustan og austan 5-10 m/s og lítilsháttar rigning eða slydda S-lands, en hægari og bjartviðri norðan heiða. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost NA-til.

Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustanátt og skýjað, allhvasst og dálítil rigning S- og V-lands um kvöldið, en mun hægari og þurrt NA-til. Hægt hlýnandi veður.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og rigning, en þurrt að kalla á N- og A-landi. Hiti víða 3 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Mild suðlæg átt og rigning V-til, en vestlægari, skúrir eða slydduél og kólnar í veðri undir kvöld. Þurrt að mestu á N- og A-landi.

Á föstudag:
Útlit fyrir vestlæga eða breytilega átt með úrkomu í flestum landshlutum. Kólnar heldur i veðri.

Færð á vegum

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka á Mosfellsheiði, og á Suðurlandi er víða nokkur hálka samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. http://www.vegagerdin.is/ Hálkublettir eru víða á Vesturlandi en sums staðar hálka. Vegir eru mikið til greiðfærir á láglendi á Vestfjörðum en víðast hvar er hálka eða snjóþekja á fjallvegum.

Það er mikið autt á Norðurlandi en þó eru sums staðar hálkublettir, og jafnvel hálka á nokkrum vegum. Á Austurlandi er víða greiðfært en þó er hálka m.a. á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Snjóþekja er á Öxi og Breiðdalsheiði. Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið eins og er. Þar hefur nokkuð borið á hreindýrum við veg að undanförnu og eru vegfarendur beðnir að gæta varúðar. Greiðfært er með Suðausturströndinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.