Fótbolti

Mourinho vill Neymar í skiptum fyrir Pogba og Martial

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar meiddist illa fyrr á árinu og hefur ekkert komið við sögu hjá PSG á síðustu vikum
Neymar meiddist illa fyrr á árinu og hefur ekkert komið við sögu hjá PSG á síðustu vikum Vísir/Getty
Jose Mourinho vill fá brasilísku stórstjörnuna Neymar til Manchester United í skiptum fyrir Paul Pogba og Anthony Martial. Þessu greina enskir fjölmiðlar frá í dag.

Neymar fór til PSG síðasta sumar fyrir metfjárhæð, 222 milljónir evra, sem gerði hann að dýrasta leikmanni knattspyrnusögunnar. Lífið hefur þó ekki verið dans á rósum í Frakklandi og sögur herma að Neymar vilji komast þaðan burt.

PSG er sagt hafa áhuga á franska tvíeykinu Pogba og Martial frá Manchester United. Mourinho mun hins vegar ekki láta þá fara svo auðveldlega heldur vill hann fá Neymar í staðinn.

Pogba er dýrasti leikmaður í sögu United og var lykilmaður í frábærri endurkomu liðsins gegn Manchester City í gær þar sem hann skoraði tvö mörk.

Samkvæmt fréttum á Englandi myndi United þurfa að borga 50 milljónir punda, auk Pogba og Martial, fyrir Neymar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×