Erlent

Sýknuð af aðild að skotárásinni á Pulse

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fórnarlamba árásarinnar var minnst víða.
Fórnarlamba árásarinnar var minnst víða. Nordicphotos/AFP
Noor Salman, ekkja árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando, hefur verið sýknuð fyrir aðild að árásinni. Salman var ákærð fyrir að vera vitorðsmaður að hryðjuverkaárásinni og að hindra framgang réttvísinnar. BBC greinir frá.

Omar varð 49 manns að bana í skotárás á skemmtistaðnum sem er vinsæll meðal hinsegin fólks í Orlando í júní árið 2016. Omar lýsti jafnframt yfir stuðningi við Ríki Íslams í símtali sem hann átti við samningamenn lögreglu í þriggja tíma umsátri sem lauk með því að hann var skotinn til bana af lögreglu.

Noor Salman og Omar Mateen.Mynd/Facebook
Sögð einföld og undirokuð

Noor
 sagði FBI eftir árásina að hún hefði verið með honum þegar hann keypti skotfæri og hulstur. Þá á hún einnig að hafa sagt fulltrúunum að hún hafi einu sinni ekið honum á Pulse því hann vildi kanna aðstæður. Hún segist þó hafa reynt að tala hann af árásinni.

Við réttarhöld kom fram að Noor hafi verið undirokuð í hjónabandinu og sögðu verjendur hennar að hún hafi verið gift skrímsli. Þá sagði Charles Swift, lögmaður hennar, að hún hafi ekki aðhyllst öfgaskoðanir eiginmanns hennar. Einnig kom fram að Noor hafi lága greindarvísitölu og að Omar hafi verið stjórnsamur.


Tengdar fréttir

Mögulega réttað yfir eiginkonu Mateens

Saksóknarar í Flórída hafa nú hafið rannsókn á hendur Noor Salman, eiginkonu Omars Mateen, fyrir þátt hennar í árás Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í Orlando.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×