Fáránlegt að mega ekki spila bingó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2018 18:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira