Fáránlegt að mega ekki spila bingó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2018 18:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira