Erlent

Borgarstjóra Tripoli rænt af heimili sínu

Ingvar Þór Björnsson skrifar
AlSour, yfirmaður rannsóknardeildar, segir að Beitelmal sé í gæsluvarðhaldi.
AlSour, yfirmaður rannsóknardeildar, segir að Beitelmal sé í gæsluvarðhaldi. Vísir/AFP
Abdelraouf Beitelmal, borgarstjóri Tripoli, er horfinn af heimili sínu en tvennum sögum fer af hvar hann er niðurkominn. Borgaryfirvöld segja að honum hafi verið rænt á meðan aðrir embættismenn segja að hann sé í gæsluvarðhaldi og verið sé að yfirheyra hann vegna ótilgreindra glæpa. BBC greinir frá.

Borgaryfirvöld í Tripoli, höfuðborg Líbíu, greina frá því að vopnaðir menn hafi tekið Abdelraouf af heimili sínu. Þá segja heimildarmenn tengdir fjölskyldu hans að menn vopnaðir byssum hafi ráðist inn á heimili hans rétt eftir miðnætti að staðartíma. Eiga þeir að hafa skotið á húsið áður en þeir fóru inn og því næst barið son hans með vopnum sínum.

Sediq AlSour, yfirmaður rannsóknardeildar hjá Dómsmálaráðuneytinu í Lýbíu, segir hins vegar í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að borgarstjórinn sé í gæsluvarðhaldi og að verið sé að yfirheyra hann. AlSour gaf ekki frekari skýringar á gæsluvarðhaldinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×