Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 19:30 Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45