Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2018 16:40 Í texta um son sinn sem Eva skrifaði árið 2003 má sjá Haukur var frá fyrstu tíð fullur réttlætiskenndar og byltingin ólgaði í æðum hans. Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“ Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51
Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00