Enski boltinn

Upphitun: Arsenal og Tottenham mæta til leiks

Dagur Lárusson skrifar
Fyrri leikur dagsins verður viðureign Arsenal og Watford en Arsenal hefur gengið mjög illa í deildinni upp á síðkastið. Þeir komu þó öllum á óvart í miðri viku þegar liðið heimsótti AC Milan á San Siro og fór með sigur af hólmi 2-0.

Það verður því fróðlegt að fygljast með því hvort Arsenal liðið mætir til leiks á morgun, liðið sem tapaði fyrir Brighton síðustu helgi eða liðið sem vann AC Milan í vikunni.

Í seinni leik dagsins tekur Bournemouth á móti Harry Kane og félögum í Tottenham. Tottenham var einnig að spila í vikunni en liðið mætti Juventus í meistaradeildinni þar sem Juventus vann 2-1 og eftir það tap er Tottenham úr leik í meistaradeildinni.

Tottenham hefur þó gengið vel í deildinni síðustu vikurnar og getur með sigri komist upp í 3.sætið. Bournemouth hefur aðeins verið að rétta úr kútnum síðustu vikurnar eftir erfiða nokkra mánuði og situr nú í 12. sæti deildarinnar með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×