Enski boltinn

"Lovren mun fá martraðir“

Dagur Lárusson skrifar
Lukaku og Lovren í baráttunni í leiknum.
Lukaku og Lovren í baráttunni í leiknum. vísir/getty
Graeme Souness, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi hjá Sky, segir að Dejan Lovren muni fá martraðir útaf Romelu Lukaku eftir baráttu þeirra í leik Manchester United og Liverpool.

United vann leikinn 2-1 eftir að Marcus Rashford skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Romelu Lukaku átti þátt í báðum mörkum Rashford en Dejan Lovren átti ekki roð í stóra belgann í loftinu.

„Marcus Rashford mun fá öll hrósin en Lukaku var algjörlega frábær og átti þátt í báðum mörkunum.“

„Hann var sterkasti maðurinn á vellinum í dag og ég er viss um það að miðverðir þola ekki að spila á móti honum. Ég held að Lovren muni fá martraðir eftir leikinn í dag.“

Eftir leikinn er United með fimm stiga forskot á Liverpool sem situr í 3. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Klopp: Þetta var víti

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Manchester United í dag en hann kenndi lélegum varnaleik og slæmum ákvörðunum hjá dómurunum um tapið.

Rashford tryggði United sigur í stórleiknum á Old Trafford

Erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool mættust á Old Trafford í dag í stórleik umferðarinnar og einum af stórleikjum tímabilsins. Tvö mörk snemma leiks frá Marcus Rashford reyndust nóg til þess að heimamenn færu með sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×