Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 10:15 Livia Giuggioli og Colin Firth. Vísir/Getty Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó.Ítarlega er fjallað um málið á vef Daily Mail, þar sem meðal annars er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, en hann er faðir Snæfríðar sem lést árið 2013. Málið má rekja til þess að Giuggioli og Brancaccia virðast hafa átt í stuttu sambandi á árunum 2015 og 2016 er Firth og eiginkona hans gengu í gegnum erfiðleika í hjónabandinu.Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur.Þegar þau náðu aftur saman er Brancaccia sagður hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við það. Hafa hjónin sakað hann um að hafa hrellt Giuggioli mánuðum saman og hótað að skrifa greinar sem kæmu sér illa fyrir þau.Í samtali við Daily Mail þvertekur Brancaccia fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Giuggioli. Segir hann að þau hafi orðið ástfangin og ferðast saman um heiminn, meðal annars til Íslands.Hann vill þó ekki gefa upp hvernig sambandið endaði en í frétt Daily Mail segir að ljóst sé að Giuggioli hafi bundið enda á það. Hann segir ásakanir þeirra á hendur sér hafa komið til vegna þess að hjónin óttist að ímynd þeirra sem „hin fullkomnu hjón“ gæti beðið hnekki.Sett í samhengi við forræðisdeilu Snæfríðar og Brancaccia Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Brancaccia en í frétt Daily Mail er málið sett í samhengi við forræðisdeilur Snæfríðar og ítalska blaðamannsins árið 2003 og 2004.Forsíða DV þann 6. júlí 2004, fjallaði um forræðisdeilurnar.Vísir/Tímarit.isÍtarlega var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttir þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir dóttir þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu.Forræðisdeila þeirra fór fyrir íslenska dómstóla en árið 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dóttir Snæfríðar og hans yrði á Íslandi með móður sinni. Líkt og fyrr segir er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson í frétt Daily Mail þar sem hann segir að Snæfríður hafi óttast Brancaccia.„Þau bjuggu saman í Mexíkó og hún flúði vegna þess að hann hótaði málsókn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekkert leyndarmál að dóttir mín sakaði hann um ofbeldi.“Í frétt Daily Mail segir einnig að lögfræðingar Brancaccia og hjónanna vinni nú að því að komast að samkomulagi í málinu, en yfirvöld á Ítalíu fara með rannsókn þess. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó.Ítarlega er fjallað um málið á vef Daily Mail, þar sem meðal annars er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, en hann er faðir Snæfríðar sem lést árið 2013. Málið má rekja til þess að Giuggioli og Brancaccia virðast hafa átt í stuttu sambandi á árunum 2015 og 2016 er Firth og eiginkona hans gengu í gegnum erfiðleika í hjónabandinu.Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur.Þegar þau náðu aftur saman er Brancaccia sagður hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við það. Hafa hjónin sakað hann um að hafa hrellt Giuggioli mánuðum saman og hótað að skrifa greinar sem kæmu sér illa fyrir þau.Í samtali við Daily Mail þvertekur Brancaccia fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Giuggioli. Segir hann að þau hafi orðið ástfangin og ferðast saman um heiminn, meðal annars til Íslands.Hann vill þó ekki gefa upp hvernig sambandið endaði en í frétt Daily Mail segir að ljóst sé að Giuggioli hafi bundið enda á það. Hann segir ásakanir þeirra á hendur sér hafa komið til vegna þess að hjónin óttist að ímynd þeirra sem „hin fullkomnu hjón“ gæti beðið hnekki.Sett í samhengi við forræðisdeilu Snæfríðar og Brancaccia Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Brancaccia en í frétt Daily Mail er málið sett í samhengi við forræðisdeilur Snæfríðar og ítalska blaðamannsins árið 2003 og 2004.Forsíða DV þann 6. júlí 2004, fjallaði um forræðisdeilurnar.Vísir/Tímarit.isÍtarlega var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttir þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir dóttir þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu.Forræðisdeila þeirra fór fyrir íslenska dómstóla en árið 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dóttir Snæfríðar og hans yrði á Íslandi með móður sinni. Líkt og fyrr segir er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson í frétt Daily Mail þar sem hann segir að Snæfríður hafi óttast Brancaccia.„Þau bjuggu saman í Mexíkó og hún flúði vegna þess að hann hótaði málsókn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekkert leyndarmál að dóttir mín sakaði hann um ofbeldi.“Í frétt Daily Mail segir einnig að lögfræðingar Brancaccia og hjónanna vinni nú að því að komast að samkomulagi í málinu, en yfirvöld á Ítalíu fara með rannsókn þess.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira