Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 10:15 Livia Giuggioli og Colin Firth. Vísir/Getty Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó.Ítarlega er fjallað um málið á vef Daily Mail, þar sem meðal annars er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, en hann er faðir Snæfríðar sem lést árið 2013. Málið má rekja til þess að Giuggioli og Brancaccia virðast hafa átt í stuttu sambandi á árunum 2015 og 2016 er Firth og eiginkona hans gengu í gegnum erfiðleika í hjónabandinu.Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur.Þegar þau náðu aftur saman er Brancaccia sagður hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við það. Hafa hjónin sakað hann um að hafa hrellt Giuggioli mánuðum saman og hótað að skrifa greinar sem kæmu sér illa fyrir þau.Í samtali við Daily Mail þvertekur Brancaccia fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Giuggioli. Segir hann að þau hafi orðið ástfangin og ferðast saman um heiminn, meðal annars til Íslands.Hann vill þó ekki gefa upp hvernig sambandið endaði en í frétt Daily Mail segir að ljóst sé að Giuggioli hafi bundið enda á það. Hann segir ásakanir þeirra á hendur sér hafa komið til vegna þess að hjónin óttist að ímynd þeirra sem „hin fullkomnu hjón“ gæti beðið hnekki.Sett í samhengi við forræðisdeilu Snæfríðar og Brancaccia Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Brancaccia en í frétt Daily Mail er málið sett í samhengi við forræðisdeilur Snæfríðar og ítalska blaðamannsins árið 2003 og 2004.Forsíða DV þann 6. júlí 2004, fjallaði um forræðisdeilurnar.Vísir/Tímarit.isÍtarlega var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttir þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir dóttir þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu.Forræðisdeila þeirra fór fyrir íslenska dómstóla en árið 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dóttir Snæfríðar og hans yrði á Íslandi með móður sinni. Líkt og fyrr segir er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson í frétt Daily Mail þar sem hann segir að Snæfríður hafi óttast Brancaccia.„Þau bjuggu saman í Mexíkó og hún flúði vegna þess að hann hótaði málsókn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekkert leyndarmál að dóttir mín sakaði hann um ofbeldi.“Í frétt Daily Mail segir einnig að lögfræðingar Brancaccia og hjónanna vinni nú að því að komast að samkomulagi í málinu, en yfirvöld á Ítalíu fara með rannsókn þess. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó.Ítarlega er fjallað um málið á vef Daily Mail, þar sem meðal annars er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, en hann er faðir Snæfríðar sem lést árið 2013. Málið má rekja til þess að Giuggioli og Brancaccia virðast hafa átt í stuttu sambandi á árunum 2015 og 2016 er Firth og eiginkona hans gengu í gegnum erfiðleika í hjónabandinu.Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur.Þegar þau náðu aftur saman er Brancaccia sagður hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við það. Hafa hjónin sakað hann um að hafa hrellt Giuggioli mánuðum saman og hótað að skrifa greinar sem kæmu sér illa fyrir þau.Í samtali við Daily Mail þvertekur Brancaccia fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Giuggioli. Segir hann að þau hafi orðið ástfangin og ferðast saman um heiminn, meðal annars til Íslands.Hann vill þó ekki gefa upp hvernig sambandið endaði en í frétt Daily Mail segir að ljóst sé að Giuggioli hafi bundið enda á það. Hann segir ásakanir þeirra á hendur sér hafa komið til vegna þess að hjónin óttist að ímynd þeirra sem „hin fullkomnu hjón“ gæti beðið hnekki.Sett í samhengi við forræðisdeilu Snæfríðar og Brancaccia Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Brancaccia en í frétt Daily Mail er málið sett í samhengi við forræðisdeilur Snæfríðar og ítalska blaðamannsins árið 2003 og 2004.Forsíða DV þann 6. júlí 2004, fjallaði um forræðisdeilurnar.Vísir/Tímarit.isÍtarlega var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttir þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir dóttir þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu.Forræðisdeila þeirra fór fyrir íslenska dómstóla en árið 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dóttir Snæfríðar og hans yrði á Íslandi með móður sinni. Líkt og fyrr segir er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson í frétt Daily Mail þar sem hann segir að Snæfríður hafi óttast Brancaccia.„Þau bjuggu saman í Mexíkó og hún flúði vegna þess að hann hótaði málsókn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekkert leyndarmál að dóttir mín sakaði hann um ofbeldi.“Í frétt Daily Mail segir einnig að lögfræðingar Brancaccia og hjónanna vinni nú að því að komast að samkomulagi í málinu, en yfirvöld á Ítalíu fara með rannsókn þess.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira