WOW air þarf að greiða bætur vegna fjúkandi farangurskerru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. mars 2018 11:42 Flugliðar WOW air eru ósáttir við Flugfreyjufélagið. Vísir/vilhelm Tíu farþegar sem áttu að ferðast með flugi WOW air til Miami þann 17. apríl á síðasta ári fá hver fyrir sig 600 evrur í skaðabætur frá flugfélaginu vegna þess að fluginu var aflýst. Farangurskerra fauk á flugvélina á Keflavíkurflugvelli í miklu hvassviðri.Alls sendu farþegarnir tíu fimm kvartanir til Samgöngustofu sem úrskurðað hefur í málunum. Óveður gekk yfir Suðurnesin á annan í páskum á síðasta ári. Mikið hvassviðri var á Keflavíkurflugvelli og líkt og áður segir fauk farangurskerra frá þjónustuaðila á þotuna. Eftir áreksturinn var flugvélin óflughæf og aflýsa þurfti fluginu til Miami.Farþegarnir sem kvörtuðu brugðust mismunandi við því að flugið var fellt niður. Sumir héldu heim á leið af flugvellinum á meðan aðrir komust á áfangastað með því að kaupa sér flug með öðrum flugfélögum. Þrír af þeim sem kvörtuðu til Samgöngustofu voru á leið frá París til Miami. Sögðust þau hafa dvalið yfir nótt á Keflavíkurflugvelli „án upplýsinga eða aðstoðar“ frá flugfélaginu. Ákvaðu þau að lokum að halda aftur til Parísar með öðru flugfélagi.Farþegarnir kvörtuðu til Samgöngustofu.Vísir/StefánHafnaði skaðabótaskyldu Í svörum WOW air til Samgöngustöfu í málunum kemur fram að afstaða flugfélagsins hafi verið sú að félaginu væri ekki skylt að greiða skaðabætur. Var sú afstaða byggð á því rekja mætti aflýsingu flugferðarinnar til slæmra veðuraðstæðna. Því hafði flugfélagið hafnað því að greiða farþegunum bætur.Í úrskurðum Samgöngustöfu segir að stofnunin hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að atvik af völdum þriðja aðila sem tengist venjulegri starfsemi flugrekenda og flugvallarstarfsemi flokkist ekki undir óviðráðanlegar aðstæður, en sem fyrr segir var farangurskerran á vegum þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli.Segir einnig í úrskurðunum að svör WOW air til farþeganna hafi verið á þá leið að farangurskerran hafi rekist á flugvélina vegna þess að hún hafi verið skilin eftirlitslaus, og að ekki hafi verið staðið nægilega vel að frágangi hennar. Því megi rekja það tjón sem varð árekstri farangurskerrunnar og þotunnar til vanrækslu á frágangi hennar sem falli ekki undir óviðráðanlegar aðstæður samkvæmt reglugerð.Þarf einnig að greiða mismun á flugfargjöldum en ekki leigu á golfbílVar því WOW air dæmt til þess að greiða hverjum farþega 600 evrur í bætur, um 70 þúsund krónur, vegna þess að fluginu var aflýst. Þá þarf WOW air einnig að endurgreiða þremur farþegum útlagðan kostnað vegna flugfargjalds með öðru flugfélagi til Parísar.Tveir farþegar fá einnig endurgreiddan útlagðan kostnað vegna aksturs að andvirði fars með flugvallarútu, sem og útlagaðan matarkostnað en kröfu þeirra um að fá endurgreiddan kostnað vegna tengiflugs, leigu á húsnæði og golfbíl var hafnað.WOW air þarf einnig að greiða tveimur farþegum endurgreiddan kostnað vegna mismunar á verði fargjalds hins aflýsta flugs og flugfargjalds í flugi annars flugfélags til Miami daginn eftir.Áreksturinn hafði töluverð áhrif á flugáætlun WOW Air en farþegar sem áttu að ferðast með þotunni sem skemmdist til baka frá Miami voru fastir þar í tvo daga áður en þeir komust heim aftur. WOW air hefur hafnað bótaskyldu í því máli, með sömu rökum og flugfélagið byggði á í þeim málum sem Samgöngustofa hefur nú úrskurðað í. Úrskurði Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér. Tengdar fréttir Tvo sólarhringa á leiðinni heim en WOW segist ekki bótaskylt Farþegar í flugi WOW Air frá Miami, sem seinkaði þegar farangurskerrur skemmdu hreyfil þotunnar, eru margir hverjir argir eftir skýringar flugfélagsins. 3. maí 2017 11:15 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Tíu farþegar sem áttu að ferðast með flugi WOW air til Miami þann 17. apríl á síðasta ári fá hver fyrir sig 600 evrur í skaðabætur frá flugfélaginu vegna þess að fluginu var aflýst. Farangurskerra fauk á flugvélina á Keflavíkurflugvelli í miklu hvassviðri.Alls sendu farþegarnir tíu fimm kvartanir til Samgöngustofu sem úrskurðað hefur í málunum. Óveður gekk yfir Suðurnesin á annan í páskum á síðasta ári. Mikið hvassviðri var á Keflavíkurflugvelli og líkt og áður segir fauk farangurskerra frá þjónustuaðila á þotuna. Eftir áreksturinn var flugvélin óflughæf og aflýsa þurfti fluginu til Miami.Farþegarnir sem kvörtuðu brugðust mismunandi við því að flugið var fellt niður. Sumir héldu heim á leið af flugvellinum á meðan aðrir komust á áfangastað með því að kaupa sér flug með öðrum flugfélögum. Þrír af þeim sem kvörtuðu til Samgöngustofu voru á leið frá París til Miami. Sögðust þau hafa dvalið yfir nótt á Keflavíkurflugvelli „án upplýsinga eða aðstoðar“ frá flugfélaginu. Ákvaðu þau að lokum að halda aftur til Parísar með öðru flugfélagi.Farþegarnir kvörtuðu til Samgöngustofu.Vísir/StefánHafnaði skaðabótaskyldu Í svörum WOW air til Samgöngustöfu í málunum kemur fram að afstaða flugfélagsins hafi verið sú að félaginu væri ekki skylt að greiða skaðabætur. Var sú afstaða byggð á því rekja mætti aflýsingu flugferðarinnar til slæmra veðuraðstæðna. Því hafði flugfélagið hafnað því að greiða farþegunum bætur.Í úrskurðum Samgöngustöfu segir að stofnunin hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að atvik af völdum þriðja aðila sem tengist venjulegri starfsemi flugrekenda og flugvallarstarfsemi flokkist ekki undir óviðráðanlegar aðstæður, en sem fyrr segir var farangurskerran á vegum þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli.Segir einnig í úrskurðunum að svör WOW air til farþeganna hafi verið á þá leið að farangurskerran hafi rekist á flugvélina vegna þess að hún hafi verið skilin eftirlitslaus, og að ekki hafi verið staðið nægilega vel að frágangi hennar. Því megi rekja það tjón sem varð árekstri farangurskerrunnar og þotunnar til vanrækslu á frágangi hennar sem falli ekki undir óviðráðanlegar aðstæður samkvæmt reglugerð.Þarf einnig að greiða mismun á flugfargjöldum en ekki leigu á golfbílVar því WOW air dæmt til þess að greiða hverjum farþega 600 evrur í bætur, um 70 þúsund krónur, vegna þess að fluginu var aflýst. Þá þarf WOW air einnig að endurgreiða þremur farþegum útlagðan kostnað vegna flugfargjalds með öðru flugfélagi til Parísar.Tveir farþegar fá einnig endurgreiddan útlagðan kostnað vegna aksturs að andvirði fars með flugvallarútu, sem og útlagaðan matarkostnað en kröfu þeirra um að fá endurgreiddan kostnað vegna tengiflugs, leigu á húsnæði og golfbíl var hafnað.WOW air þarf einnig að greiða tveimur farþegum endurgreiddan kostnað vegna mismunar á verði fargjalds hins aflýsta flugs og flugfargjalds í flugi annars flugfélags til Miami daginn eftir.Áreksturinn hafði töluverð áhrif á flugáætlun WOW Air en farþegar sem áttu að ferðast með þotunni sem skemmdist til baka frá Miami voru fastir þar í tvo daga áður en þeir komust heim aftur. WOW air hefur hafnað bótaskyldu í því máli, með sömu rökum og flugfélagið byggði á í þeim málum sem Samgöngustofa hefur nú úrskurðað í. Úrskurði Samgöngustofu má sjá hér, hér, hér, hér og hér.
Tengdar fréttir Tvo sólarhringa á leiðinni heim en WOW segist ekki bótaskylt Farþegar í flugi WOW Air frá Miami, sem seinkaði þegar farangurskerrur skemmdu hreyfil þotunnar, eru margir hverjir argir eftir skýringar flugfélagsins. 3. maí 2017 11:15 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Tvo sólarhringa á leiðinni heim en WOW segist ekki bótaskylt Farþegar í flugi WOW Air frá Miami, sem seinkaði þegar farangurskerrur skemmdu hreyfil þotunnar, eru margir hverjir argir eftir skýringar flugfélagsins. 3. maí 2017 11:15
„Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51
Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00