Tvo sólarhringa á leiðinni heim en WOW segist ekki bótaskylt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2017 11:15 Wamos breiðþotan sem WOW Air leigði tekur um 500 manns í sæti. Wiki Commons WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað. WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað.
WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45
„Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51
Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00