Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 16:51 Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Vísir/Getty Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. Fjölskyldumeðlimir hans fundu hann í íbúðinni í gærkvöldi en Glushkov var 68 ára gamall. Hann var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky, sem lenti í miklum deilum við Vladimir Putin og Roman Abramovic, eiganda Chelsea, og flúði til Bretlands þar sem hann dó við umdeildar aðstæður árið 2013.Samkvæmt frétt Guardian liggur dánarorsök Glushkov ekki fyrir.Vísir/GraphicNewsHann vann á árum áður fyrir Berezovsky og þegar sá síðarnefndi flúði til Bretlands vegna deilna sinna við Putin og Abramovic var Glushkov handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti og svik. Hann sat inni í fimm ár og fékk svo hæli í Bretlandi. Í fyrra var hann dæmdur í Rússlandi fyrir að hafa stolið 123 miljónum dala. Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Berezovsky kærði Abramovic fyrir að hafa svikið af sér fé og hélt því fram að þeir hefðu verið félagar í olíufyrirtækinu Sibneft. Glushkov bar vitni í málinu árið 2011 en dæmt var í vil Abramovic. Árið 2013 fannst Berezovsky látinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar var hann sagður hafa hengt sig inn á baðherbergi. Vinir hans mótmæltu því þó og hefur Glushkov ávalt haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Til stuðnings máls síns nefndi Glushkov að Berezovsky hefði verið vinur Alexander Litvinenko, sem einnig dó við grunsamlegar kringumstæður í Bretlandi. „Ég trúi ekki að þetta hafi verið sjálfsmorð. Of margir Rússar í útlegð hafa dáið,“ sagði Glushkov. Hann skilur eftir sig tvö fullorðin börn og fyrrverandi eiginkonu í Moskvu. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. Fjölskyldumeðlimir hans fundu hann í íbúðinni í gærkvöldi en Glushkov var 68 ára gamall. Hann var náinn vinur auðjöfursins Boris Berezovsky, sem lenti í miklum deilum við Vladimir Putin og Roman Abramovic, eiganda Chelsea, og flúði til Bretlands þar sem hann dó við umdeildar aðstæður árið 2013.Samkvæmt frétt Guardian liggur dánarorsök Glushkov ekki fyrir.Vísir/GraphicNewsHann vann á árum áður fyrir Berezovsky og þegar sá síðarnefndi flúði til Bretlands vegna deilna sinna við Putin og Abramovic var Glushkov handtekinn og ákærður fyrir peningaþvætti og svik. Hann sat inni í fimm ár og fékk svo hæli í Bretlandi. Í fyrra var hann dæmdur í Rússlandi fyrir að hafa stolið 123 miljónum dala. Glushkov sagði yfirvöld Rússlands hafa í raun haldið sér í gíslingu og notað hann til að reyna að þvinga Berezovsky til að selja sjónvarpsstöð sína ORT. Berezovsky kærði Abramovic fyrir að hafa svikið af sér fé og hélt því fram að þeir hefðu verið félagar í olíufyrirtækinu Sibneft. Glushkov bar vitni í málinu árið 2011 en dæmt var í vil Abramovic. Árið 2013 fannst Berezovsky látinn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar var hann sagður hafa hengt sig inn á baðherbergi. Vinir hans mótmæltu því þó og hefur Glushkov ávalt haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Til stuðnings máls síns nefndi Glushkov að Berezovsky hefði verið vinur Alexander Litvinenko, sem einnig dó við grunsamlegar kringumstæður í Bretlandi. „Ég trúi ekki að þetta hafi verið sjálfsmorð. Of margir Rússar í útlegð hafa dáið,“ sagði Glushkov. Hann skilur eftir sig tvö fullorðin börn og fyrrverandi eiginkonu í Moskvu.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira