Fótbolti

Stuðningsmenn Everton notuðu Google Translate og töldu Gylfa á leið til Panama í sprautu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nei, ég er ekki á leið til Panama í sprautu.
Nei, ég er ekki á leið til Panama í sprautu. vísir/getty

Ein stuðningsmannasíða Everton, þar sem Gylfi Sigurðsson leikur, lenti heldur betur illa í því þegar þeir reyndu að nota Google Translate fyrr í dag. Í kjölfarið birtist athyglisverð frétt.

Flestir Íslendingar eru afar stressaðir um þessar stundir yfir nýjustu tíðindum af meiðslum Gylfa, en hann meiddist með Everton um helgina. Bæði stuðningsmenn Everton og íslenska liðsins fylgjast afar vel með framvindu mála, en ekkert nýtt hefur komið fram í dag þó að Gylfi hafi hitt sérfræðing í gær.

Boxarinn, Kolbeinn Kristinsson, setti á Twitter-síðu sína að það ætti að fljúga með Gylfa beint til Panama og senda hann þar í sprautu. Því yrði hann klár fyrir HM í sumar, þar sem Ísland er með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli.

Ein af stuðningsmannasíðum Everton settu þennan texta í gegnum Google Translate og fréttin fjallar því um að Kolbeinn og Gylfi væru á leiðinni til Panama í sprautu til þess að Gylfi yrði klár fyrir HM.

Síðar í dag greindi svo síðan frá því að þýðingin hafi svikið þá og því ætti fólk að hunsa þessa frétt. Eins mikill misskilningur og hægt er.


Tengdar fréttir

Meiddur Gylfi hljóp meira en félagar sínir

Þó svo Gylfi Þór Sigurðsson hafi meiðst eftir rúmlega 20 mínútna leik um síðustu helgi þá var hann samt duglegri en allir félagar sínir að hlaupa í leiknum gegn Brighton.

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.