Þjóðin í áfalli vegna meiðsla Gylfa: Stungið upp á að selja Katar HM-sætið Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 13:30 Verður Gylfi ekki í sjálfunum á HM? Vísir/Getty Eins og við mátti búast er íslenska þjóðin í áfalli eftir að heyra af meiðslum Gylfa Þórs Sigurðssonar í leik Everton á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.Everton hefur staðfest það sem Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, hélt fram í Brennslunni á FM957 í morgun, en Gylfi mun hitta hnésérfræðing vegna meiðslanna í kvöld.Sjá einnig:Þessir fimm gætu leyst Gylfa af í „tíunni“ á HM ef allt fer á versta veg Á meðan halda allir íslendingar niðri í sér andanum enda morgunljóst að möguleikar strákanna okkar í dauðariðlinum á HM eru töluvert minni án okkar besta manns. Viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum sýna hugarástand þjóðarinnar en Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fótboltaáhugamaður, spyr sig hvort það sé ekki bara best að selja HM-sætið ef Gylfi er frá. Annar sagnfræðingur, Árni Jóhannsson, íþróttapenni á Vísi, vill að Gylfi gangist undir legkökunudd en það varð mjög frægt hér fyrir nokkrum árum þegar að Diego Costa, leikmaður Atlético Madrid, fór í nokkrar slíkar aðgerðir til að halda sér gangandi. Legkakan kom úr hestum. Það reyndar gekk ekki hjá Spánverjanum.Legkökunudd á Gylfa eins og skot. Er Sopinn ekkert að gera fyrir okkar mann?! #fotboltinet — Árni Jóhannsson (@arnijo) March 12, 2018 Útvarpsmaðurinn og rokkarinn Orri Freyr Rúnarsson á X977 vill frekari fréttaflutning af málefnum Gylfa og helst beina útsendingu frá læknisskoðuninni. Þetta er bara spurning um andlegt ástand þjóðarinnar, segir hann.Af hverju er enginn miðill með beina útsendingu af læknisskoðun Gylfa? Andleg heilsa þjóðarinnar er í húfi — Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) March 12, 2018 Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður með meiru, og Kristján Atli Ragnarsson, rithöfundur og sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net um Liverpool og ensku úrvalsdeildina, grípa til GIF-mynda:Ef þessar Gylfa-fréttir eru réttar. pic.twitter.com/OUZIkFlxvG — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) March 12, 2018"Farðu til Everton," sagði fólk við Gylfa. "Það endar vel," sögðu þau. pic.twitter.com/LTtLhkv5VZ — Kristján Atli (@kristjanatli) March 12, 2018 Fótboltamaðurinn, vesturbæingurinn og grafíski hönnuðurinn Jón Kári Eldon vill að Gylfi fari í sömu meðferð og Leroy Sane, leikmaður Manchester City, þegar að hann meiddist. Sane var töluvert skemur frá en búist var við.Senda Gylfa til Þýskalands ASAP! Fá þetta Leroy Sané magic treatment. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) March 12, 2018 Og Sigurjón vill svo fleiri fréttir af Gylfa. Við getum lofað því að það verður ekkert vandamál.Ég var í Kólumbíu daginn sem Falcao meiddist illa á hné og ljóst var að hann yrði ekki með á HM það sumar. Það var bókstaflega ekkert annað í sjónvarpinu þá vikuna en þættir um Falcao og landsliðið. Þetta vil ég ekki upplifa með Gylfa Sig, takk. — Sigurjón Guðjónsson (@sigurjon) March 12, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Eini keppnisleikurinn án Gylfa frá 2012 er eini tapleikurinn í Dalnum í sex ár Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með í öllum keppnisleikjum Íslands síðan að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu nema einum. 12. mars 2018 09:45 Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar. 12. mars 2018 07:58 Þessir fimm gætu leyst Gylfa af í „tíunni“ á HM ef allt fer á versta veg Óttast er að Gylfi Þór Sigurðsson missi af HM eftir meiðsli í leik gegn Brighton um helgina. 12. mars 2018 11:30 Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið. 12. mars 2018 08:47 Everton staðfestir að Gylfi sé á leið til sérfræðings í kvöld Everton hefur nú staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé meiddur á hné og þarfnist nú frekari skoðunar hjá sérstökum hnésérfræðingi. 12. mars 2018 12:15 Með Gylfa inná í 99,95 prósent af keppnisleikjum okkar frá október 2014 Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. 12. mars 2018 12:00 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Eins og við mátti búast er íslenska þjóðin í áfalli eftir að heyra af meiðslum Gylfa Þórs Sigurðssonar í leik Everton á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.Everton hefur staðfest það sem Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, hélt fram í Brennslunni á FM957 í morgun, en Gylfi mun hitta hnésérfræðing vegna meiðslanna í kvöld.Sjá einnig:Þessir fimm gætu leyst Gylfa af í „tíunni“ á HM ef allt fer á versta veg Á meðan halda allir íslendingar niðri í sér andanum enda morgunljóst að möguleikar strákanna okkar í dauðariðlinum á HM eru töluvert minni án okkar besta manns. Viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum sýna hugarástand þjóðarinnar en Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fótboltaáhugamaður, spyr sig hvort það sé ekki bara best að selja HM-sætið ef Gylfi er frá. Annar sagnfræðingur, Árni Jóhannsson, íþróttapenni á Vísi, vill að Gylfi gangist undir legkökunudd en það varð mjög frægt hér fyrir nokkrum árum þegar að Diego Costa, leikmaður Atlético Madrid, fór í nokkrar slíkar aðgerðir til að halda sér gangandi. Legkakan kom úr hestum. Það reyndar gekk ekki hjá Spánverjanum.Legkökunudd á Gylfa eins og skot. Er Sopinn ekkert að gera fyrir okkar mann?! #fotboltinet — Árni Jóhannsson (@arnijo) March 12, 2018 Útvarpsmaðurinn og rokkarinn Orri Freyr Rúnarsson á X977 vill frekari fréttaflutning af málefnum Gylfa og helst beina útsendingu frá læknisskoðuninni. Þetta er bara spurning um andlegt ástand þjóðarinnar, segir hann.Af hverju er enginn miðill með beina útsendingu af læknisskoðun Gylfa? Andleg heilsa þjóðarinnar er í húfi — Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) March 12, 2018 Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður með meiru, og Kristján Atli Ragnarsson, rithöfundur og sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net um Liverpool og ensku úrvalsdeildina, grípa til GIF-mynda:Ef þessar Gylfa-fréttir eru réttar. pic.twitter.com/OUZIkFlxvG — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) March 12, 2018"Farðu til Everton," sagði fólk við Gylfa. "Það endar vel," sögðu þau. pic.twitter.com/LTtLhkv5VZ — Kristján Atli (@kristjanatli) March 12, 2018 Fótboltamaðurinn, vesturbæingurinn og grafíski hönnuðurinn Jón Kári Eldon vill að Gylfi fari í sömu meðferð og Leroy Sane, leikmaður Manchester City, þegar að hann meiddist. Sane var töluvert skemur frá en búist var við.Senda Gylfa til Þýskalands ASAP! Fá þetta Leroy Sané magic treatment. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) March 12, 2018 Og Sigurjón vill svo fleiri fréttir af Gylfa. Við getum lofað því að það verður ekkert vandamál.Ég var í Kólumbíu daginn sem Falcao meiddist illa á hné og ljóst var að hann yrði ekki með á HM það sumar. Það var bókstaflega ekkert annað í sjónvarpinu þá vikuna en þættir um Falcao og landsliðið. Þetta vil ég ekki upplifa með Gylfa Sig, takk. — Sigurjón Guðjónsson (@sigurjon) March 12, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Eini keppnisleikurinn án Gylfa frá 2012 er eini tapleikurinn í Dalnum í sex ár Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með í öllum keppnisleikjum Íslands síðan að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu nema einum. 12. mars 2018 09:45 Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar. 12. mars 2018 07:58 Þessir fimm gætu leyst Gylfa af í „tíunni“ á HM ef allt fer á versta veg Óttast er að Gylfi Þór Sigurðsson missi af HM eftir meiðsli í leik gegn Brighton um helgina. 12. mars 2018 11:30 Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið. 12. mars 2018 08:47 Everton staðfestir að Gylfi sé á leið til sérfræðings í kvöld Everton hefur nú staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé meiddur á hné og þarfnist nú frekari skoðunar hjá sérstökum hnésérfræðingi. 12. mars 2018 12:15 Með Gylfa inná í 99,95 prósent af keppnisleikjum okkar frá október 2014 Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. 12. mars 2018 12:00 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Eini keppnisleikurinn án Gylfa frá 2012 er eini tapleikurinn í Dalnum í sex ár Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með í öllum keppnisleikjum Íslands síðan að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu nema einum. 12. mars 2018 09:45
Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar. 12. mars 2018 07:58
Þessir fimm gætu leyst Gylfa af í „tíunni“ á HM ef allt fer á versta veg Óttast er að Gylfi Þór Sigurðsson missi af HM eftir meiðsli í leik gegn Brighton um helgina. 12. mars 2018 11:30
Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið. 12. mars 2018 08:47
Everton staðfestir að Gylfi sé á leið til sérfræðings í kvöld Everton hefur nú staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé meiddur á hné og þarfnist nú frekari skoðunar hjá sérstökum hnésérfræðingi. 12. mars 2018 12:15
Með Gylfa inná í 99,95 prósent af keppnisleikjum okkar frá október 2014 Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. 12. mars 2018 12:00