Fótbolti

Þjóðin í áfalli vegna meiðsla Gylfa: Stungið upp á að selja Katar HM-sætið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Verður Gylfi ekki í sjálfunum á HM?
Verður Gylfi ekki í sjálfunum á HM? Vísir/Getty
Eins og við mátti búast er íslenska þjóðin í áfalli eftir að heyra af meiðslum Gylfa Þórs Sigurðssonar í leik Everton á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Everton hefur staðfest það sem Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, hélt fram í Brennslunni á FM957 í morgun, en Gylfi mun hitta hnésérfræðing vegna meiðslanna í kvöld.

Sjá einnig:Þessir fimm gætu leyst Gylfa af í „tíunni“ á HM ef allt fer á versta veg

Á meðan halda allir íslendingar niðri í sér andanum enda morgunljóst að möguleikar strákanna okkar í dauðariðlinum á HM eru töluvert minni án okkar besta manns.

Viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum sýna hugarástand þjóðarinnar en Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fótboltaáhugamaður, spyr sig hvort það sé ekki bara best að selja HM-sætið ef Gylfi er frá.





Annar sagnfræðingur, Árni Jóhannsson, íþróttapenni á Vísi, vill að Gylfi gangist undir legkökunudd en það varð mjög frægt hér fyrir nokkrum árum þegar að Diego Costa, leikmaður Atlético Madrid, fór í nokkrar slíkar aðgerðir til að halda sér gangandi. Legkakan kom úr hestum. Það reyndar gekk ekki hjá Spánverjanum.





Útvarpsmaðurinn og rokkarinn Orri Freyr Rúnarsson á X977 vill frekari fréttaflutning af málefnum Gylfa og helst beina útsendingu frá læknisskoðuninni. Þetta er bara spurning um andlegt ástand þjóðarinnar, segir hann.





Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður með meiru, og Kristján Atli Ragnarsson, rithöfundur og sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net um Liverpool og ensku úrvalsdeildina, grípa til GIF-mynda:







Fótboltamaðurinn, vesturbæingurinn og grafíski hönnuðurinn Jón Kári Eldon vill að Gylfi fari í sömu meðferð og Leroy Sane, leikmaður Manchester City, þegar að hann meiddist. Sane var töluvert skemur frá en búist var við.





Og Sigurjón vill svo fleiri fréttir af Gylfa. Við getum lofað því að það verður ekkert vandamál.


Tengdar fréttir

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×