Enski boltinn

Mourinho: Höfum engan tíma fyrir dramatík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho svekktur á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho svekktur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var þokkalega ánægður með leik sinna manna í tapi gegn Sevilla í kvöld og sagði að þeir hefðu átt góða kafla inn á milli án þess að stjórna leiknum. Hann segir að það sé enginn tími fyrir einhverja dramatík.

„Að mínu mati er fyrsta markið alltaf mikilvægt, ekki bara útaf úrslitunum í fyrri leiknum heldur einnig hvernig leikurinn þróast,” sagði Mourinho við fjölmiðla í leikslok og hélt áfram:

„Við reyndum að vera agressívir og ákafir frá fyrstu mínútu. Við skoruðum ekki og Sevilla hélt boltanum og stjórnuðu leiknum mjög vel. Við höfðum góð tækifæri til að skora, en þeir skoruðu eitt mark og eftir það varð þetta erfitt. Seinna markið gerði út um leikinn.”

Margir stuðningsmenn United voru afar ósáttir við upplegg Mourinho í kvöld, en hann segir þó að liðið hafi spilað vel á köflum.

„Við áttum góða kafla í leiknum. Við höfðum ekki frábæra stjórn á leiknum, en ég get ekki sagt að það var eitthvað rangt hjá mínum leikmönnum eða í þeirra ákefð í leiknum.”

„Svona er fótboltinn, við töpuðum, en á morgun er annar dagur og á laugardag er annar leikur. Ég er ánægður með að leikmennirnir séu ekki að fela vonbrigði sín, en við höfum engan tíma fyrir dramatík,” sagði Portúgalinn vonsvikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×