Byssuóði forsetinn biðst afsökunar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2018 09:30 Forsetinn var óður en segist ekki hafa hótað neinum. vísir/getty Forseti gríska félagsins PAOK Saloikna, Ivan Savvidis, hefur beðist afsökunar á því að hafa hlaupið inn á völlinn um síðustu helgi með byssu. Forsetinn sturlaðist er mark var tekið af hans liði undir lok leiksins. Hann vildi fá sína menn af velli og einnig segja nokkur valin orð við dómarann. Andstæðingar PAOK flúðu inn í klefa er þeir sáu hann með byssuna. Gríska deildin hefur verið sett í frí á meðan farið er yfir málið og nýjar reglur settar. Veitir ekki af því fyrir utan þetta atvik hafa mörg önnur komið upp síðustu ár er varða ofbeldi áhorfenda og almenn ólæti. „Ég biðst innilegrar afsökunar. Ég hafði engan rétt til þess að haga mér svona,“ sagði Savvidis sem hefur loksins beðist afsökunar. Hann er reyndar fullur af afsökunum vegna hegðunar sinnar. „Ég var að reyna að koma í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna PAOK yrðu brjálaðir á vellinum og myndu brjóta allt og bramla. Það hefði getað leitt til dauðsfalla. Ég ætlaði ekki að standa í neinum átökum við dómarann eða andstæðingana. Ég hótaði engum en mun halda áfram að berjast fyrir heiðarleika í fótboltanum.“ Lögreglan hefur verið að reyna að ná í Savvidis en honum hefur hingað til tekist að forðast hana. Þessi umdeildi forseti er einn ríkasti maður Grikklands. Hann er fæddur í Georgíu en er af grískum uppruna. Hann var eitt sinn þingmaður í Rússlandi. Fótbolti Tengdar fréttir Forsetinn óð inn á völlinn með byssu Toppslagur PAOK Salonika og AEK í Grikklandi í gær var flautaður af eftir einhverja ótrúlegustu uppákomu í knattspyrnuleik lengi. 12. mars 2018 10:30 Gríski boltinn í frí eftir að byssuóði forsetinn rauk inn á völlinn Íþróttamálaráðherra Grikklands hefur fyrirskipað tímabundið hlé á efstu deild þar í landi í kjölfar þess að forseti PAOK Salonika mætti vopnaður inn á völlinn á sunnudag. 13. mars 2018 09:00 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Forseti gríska félagsins PAOK Saloikna, Ivan Savvidis, hefur beðist afsökunar á því að hafa hlaupið inn á völlinn um síðustu helgi með byssu. Forsetinn sturlaðist er mark var tekið af hans liði undir lok leiksins. Hann vildi fá sína menn af velli og einnig segja nokkur valin orð við dómarann. Andstæðingar PAOK flúðu inn í klefa er þeir sáu hann með byssuna. Gríska deildin hefur verið sett í frí á meðan farið er yfir málið og nýjar reglur settar. Veitir ekki af því fyrir utan þetta atvik hafa mörg önnur komið upp síðustu ár er varða ofbeldi áhorfenda og almenn ólæti. „Ég biðst innilegrar afsökunar. Ég hafði engan rétt til þess að haga mér svona,“ sagði Savvidis sem hefur loksins beðist afsökunar. Hann er reyndar fullur af afsökunum vegna hegðunar sinnar. „Ég var að reyna að koma í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna PAOK yrðu brjálaðir á vellinum og myndu brjóta allt og bramla. Það hefði getað leitt til dauðsfalla. Ég ætlaði ekki að standa í neinum átökum við dómarann eða andstæðingana. Ég hótaði engum en mun halda áfram að berjast fyrir heiðarleika í fótboltanum.“ Lögreglan hefur verið að reyna að ná í Savvidis en honum hefur hingað til tekist að forðast hana. Þessi umdeildi forseti er einn ríkasti maður Grikklands. Hann er fæddur í Georgíu en er af grískum uppruna. Hann var eitt sinn þingmaður í Rússlandi.
Fótbolti Tengdar fréttir Forsetinn óð inn á völlinn með byssu Toppslagur PAOK Salonika og AEK í Grikklandi í gær var flautaður af eftir einhverja ótrúlegustu uppákomu í knattspyrnuleik lengi. 12. mars 2018 10:30 Gríski boltinn í frí eftir að byssuóði forsetinn rauk inn á völlinn Íþróttamálaráðherra Grikklands hefur fyrirskipað tímabundið hlé á efstu deild þar í landi í kjölfar þess að forseti PAOK Salonika mætti vopnaður inn á völlinn á sunnudag. 13. mars 2018 09:00 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Forsetinn óð inn á völlinn með byssu Toppslagur PAOK Salonika og AEK í Grikklandi í gær var flautaður af eftir einhverja ótrúlegustu uppákomu í knattspyrnuleik lengi. 12. mars 2018 10:30
Gríski boltinn í frí eftir að byssuóði forsetinn rauk inn á völlinn Íþróttamálaráðherra Grikklands hefur fyrirskipað tímabundið hlé á efstu deild þar í landi í kjölfar þess að forseti PAOK Salonika mætti vopnaður inn á völlinn á sunnudag. 13. mars 2018 09:00