Innlent

Hafa fundið tvo hópa smyglara á Miðjarðarhafinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Nú í síðustu viku fann áhöfn flugvélarinnar tvo hópa smyglara sem voru að flytja fólk til Ítalíu.
Nú í síðustu viku fann áhöfn flugvélarinnar tvo hópa smyglara sem voru að flytja fólk til Ítalíu. Vísir
Áhöfnin á TF-Sif, flugvél Landhelgisgæslu Íslands, tekur nú þátt í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafinu á vegum Frontex. Nú í síðustu viku fann áhöfn flugvélarinnar tvo hópa smyglara sem voru að flytja fólk til Ítalíu.

Í fyrra skiptið fann áhöfnin sex skútur sem verið var að sigla frá Albaníu til Ítalíu í Adríahafi austur af Ítalíu. Í ljós kom að þar voru smyglarar á ferð sem flytja voru 48 flóttamenn frá Tyrklandi til Ítalíu. Þetta var þann 6. mars og var ferð smyglarana stöðvuð og fólkinu bjargað.

Þann 10. mars fann áhöfnin bát með sex flóttamenn um borð sem sigla átti frá Túnis til Ítalíu.

Áhöfnin hefur verið á Ítalíu frá því í byrjun mars og er flugvél Landhelgisgæslunnar flogið frá Sikiley og er SIF í landamæraeftirlit á vegum Landamæra og strandgæslustofnunar Evrópu, framlag Íslands á grundvelli Schengen samkomulagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×