Plastagnir finnast í vatni á flöskum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 11:02 Vatn frá vatnsrisanum Evian var meðal annars rannsakað. vísir/getty Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa en áður hefur verið fjallað um plastagnir sem finna má í kranavatni víða um heim, til dæmis á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hyggst rannsaka nánar hvaða áhrif plastagnir í drykkjarvatni geta haft á heilsu fólks.Sjá einnig:Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Í frétt BBC um málið kemur fram að vatn úr 250 flöskum frá níu löndum hafi verið rannsakað en rannsóknin var leidd af blaðamannasamtökunum Orb Media.Að meðaltali ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni Að meðaltali fannst ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni og var hver ögn stærri að breidd en eitt mannshár. Tilraunirnar í rannsókninni voru gerðar af State University of New York í Fredonia. „Við fundum plast í hverri flöskunni á fætur annarri og frá hverju vörumerkinu á fætur öðru. Þetta snýst ekki um að benda á tiltekin vörumerki heldur snýst þetta um að sýna að plast er alls staðar. Plast er efni sem gegnsýrir allt okkar samfélag, það er að gegnsýra vatnið okkar, og allar þessar vörur sem við notum dags daglega,“ segir Sherri Mason, prófessor í efnafræði við State University of New York, sem gerði tilraunirnar. Engar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill kanna það betur. Vill stofnunin aðallega reyna að svara þeirri spurningu hvort að það að borða eða drekka plastagnir óbeint yfir alla ævina geti haft áhrif á heilsuna.Vatn frá Evian, Dasani og San Pellegrino rannsakað Rannsóknin tók til eftirfarandi vörumerkja sem selja drykkjarvatn á flöskum: Aquafina, Dasani, Evian, Nestle Pure Life, San Pellegrino, Aqua (í Indónesíu), Bisleri (í Indlandi), Epura (í Mexíkó), Gerolsteiner (í Þýskalandi), Minalba (í Brasilíu) og Wahaha (í Kína). Fyrirtækin segja að í verksmiðjum þeirra sé fyllsta öryggis gætt þegar vatninu er tappað á flöskurnar. Nánar má lesa um málið á vef BBC, annars vegar hér og hins vegar hér. Umhverfismál Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa en áður hefur verið fjallað um plastagnir sem finna má í kranavatni víða um heim, til dæmis á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hyggst rannsaka nánar hvaða áhrif plastagnir í drykkjarvatni geta haft á heilsu fólks.Sjá einnig:Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Í frétt BBC um málið kemur fram að vatn úr 250 flöskum frá níu löndum hafi verið rannsakað en rannsóknin var leidd af blaðamannasamtökunum Orb Media.Að meðaltali ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni Að meðaltali fannst ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni og var hver ögn stærri að breidd en eitt mannshár. Tilraunirnar í rannsókninni voru gerðar af State University of New York í Fredonia. „Við fundum plast í hverri flöskunni á fætur annarri og frá hverju vörumerkinu á fætur öðru. Þetta snýst ekki um að benda á tiltekin vörumerki heldur snýst þetta um að sýna að plast er alls staðar. Plast er efni sem gegnsýrir allt okkar samfélag, það er að gegnsýra vatnið okkar, og allar þessar vörur sem við notum dags daglega,“ segir Sherri Mason, prófessor í efnafræði við State University of New York, sem gerði tilraunirnar. Engar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill kanna það betur. Vill stofnunin aðallega reyna að svara þeirri spurningu hvort að það að borða eða drekka plastagnir óbeint yfir alla ævina geti haft áhrif á heilsuna.Vatn frá Evian, Dasani og San Pellegrino rannsakað Rannsóknin tók til eftirfarandi vörumerkja sem selja drykkjarvatn á flöskum: Aquafina, Dasani, Evian, Nestle Pure Life, San Pellegrino, Aqua (í Indónesíu), Bisleri (í Indlandi), Epura (í Mexíkó), Gerolsteiner (í Þýskalandi), Minalba (í Brasilíu) og Wahaha (í Kína). Fyrirtækin segja að í verksmiðjum þeirra sé fyllsta öryggis gætt þegar vatninu er tappað á flöskurnar. Nánar má lesa um málið á vef BBC, annars vegar hér og hins vegar hér.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22
Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57
Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09