„Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. mars 2018 12:12 Gjafabréf Wow air hafa aðeins árs gildistíma. Leiðbeinandi reglur gera ráð fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. Kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa koma reglulega á borð Neytendasamtakanna, til að mynda vegna gjafabréfa Wow air sem hafa aðeins árs gildistíma. Margar kvartanir sem Neytendasamtökin fá vegna gjafabréfa eru vegna gjafabréfa flugfélaga, sérstaklega Wow air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og ferðin þarf að hafa verið farin innan þess árs. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakann segir engin lög gilda um gildistíma en ákveðin viðmið séu til. „Það er almennur fyrningarfrestur á kröfum og leiðbeinandi reglur um skilarétt, þá er talað um fjögur ár. En þetta eru leiðbeinandi reglur.“ Of stuttur gildistími Neytendasamtökin sendu erindi á Wow air í janúar og fóru þess á leit að fyrirtækið breytti skilmálum sínum og lengdi gildistíma gjafabréfa úr einu ári í fjögur ár. Wow air þakkaði erindið en tjáði að það hefði ekki í hyggju að breyta fyrirkomulaginu. Nú hefur Wow air hins vegar hætt sölu gjafabréfa og segir Brynhildur það skref í rétta átt enda eigi neytendur ekki að tapa fjármunum vegna ósanngjarnra skilmála. Icelandair er með tveggja ára gildistíma sem Brynhildi finnst einnig of stuttur og segir hún Neytendasamtökin ekki geta ráðlagt kaup á gjafabréfum með svo stuttum gildistíma. „Gjafabréf eru sniðug gjöf. Það er óþolandi að það sé verið skilyrða gildistímann. Seljandinn er búinn að fá peninginn í sinn rekstur og ekkert búinn að gera á móti. Ég skil ekki alveg af hverju seljendur koma ekki betur til móts við kaupendur og það væri fróðlegt að vita hve mikið fjármagn liggur að baki útrunnum gjafabréfum og þeim peningum væri betur varið í eitthvað annað,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Neytendur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. Kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa koma reglulega á borð Neytendasamtakanna, til að mynda vegna gjafabréfa Wow air sem hafa aðeins árs gildistíma. Margar kvartanir sem Neytendasamtökin fá vegna gjafabréfa eru vegna gjafabréfa flugfélaga, sérstaklega Wow air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og ferðin þarf að hafa verið farin innan þess árs. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakann segir engin lög gilda um gildistíma en ákveðin viðmið séu til. „Það er almennur fyrningarfrestur á kröfum og leiðbeinandi reglur um skilarétt, þá er talað um fjögur ár. En þetta eru leiðbeinandi reglur.“ Of stuttur gildistími Neytendasamtökin sendu erindi á Wow air í janúar og fóru þess á leit að fyrirtækið breytti skilmálum sínum og lengdi gildistíma gjafabréfa úr einu ári í fjögur ár. Wow air þakkaði erindið en tjáði að það hefði ekki í hyggju að breyta fyrirkomulaginu. Nú hefur Wow air hins vegar hætt sölu gjafabréfa og segir Brynhildur það skref í rétta átt enda eigi neytendur ekki að tapa fjármunum vegna ósanngjarnra skilmála. Icelandair er með tveggja ára gildistíma sem Brynhildi finnst einnig of stuttur og segir hún Neytendasamtökin ekki geta ráðlagt kaup á gjafabréfum með svo stuttum gildistíma. „Gjafabréf eru sniðug gjöf. Það er óþolandi að það sé verið skilyrða gildistímann. Seljandinn er búinn að fá peninginn í sinn rekstur og ekkert búinn að gera á móti. Ég skil ekki alveg af hverju seljendur koma ekki betur til móts við kaupendur og það væri fróðlegt að vita hve mikið fjármagn liggur að baki útrunnum gjafabréfum og þeim peningum væri betur varið í eitthvað annað,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.
Neytendur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira