Nýtt listaverk eftir Banksy til varnar Kúrdum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 21:08 Nýjasta verkið úr smiðju Banksy er vegglistaverk sem beinist mjög gegn yfirvöldum í Tyrklandi. Þegar borgarbúar í New York fóru á stjá á fimmtudagsmorgun blasti við þeim stórt og mikið listaverk eftir götulistamanninn Banksy. Striginn sem hann notar er jafnan óhefðbundinn en í þetta skiptið varð fyrir vali hans heil hlið húss sem stendur við Houstonstræti í Manhattan. Þetta kemur fram á vef New York Times.Frelsum Zehru DoganListaverkið er hápólitískt en með veggjalistinni beinir hann spjótum sínum að yfirvöldum í Tyrklandi fyrir að hafa handtekið blaða-og listakonuna Zehru Dogan sem er Kúrdi, búsett í Tyrklandi. Dogan var dæmd til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að mála kúrdíska fánann á byggingu sem var aðeins rústir einar. Tyrkneskir dómstólar mátu þetta sem svo að hún hafi haft í frammi „hryðjuverkaáróður“ með list sinni. Ein hlið hússins er alþakin rimlum og á bak við nokkra þeirra er mynd af Zehru Dogan. Neðst til hægri stendur síðan „Frelsum Zehru Dogan“.Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.VISIR/AFPHertóku Afrín-borg í dagÍ dag gerði Tyrkneski herinn, auk sýrlenskra uppreisnarmanna, áhlaup á Afrín-hérað í Sýrlandi en svæðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Liðsmenn þjóðvarðsveitar Kúrda, YPG, hafa ýmist fallið eða þurft að hörfa. Aðgerðirnar beindust einkum gegn YPG, sem Tyrkir segja að séu hryðjuverkasamtök. Um hundrað og fimmtíu þúsund almennra borgara hafa þurft að yfirgefa Afrín-hérað á síðustu dögum eftir að Tyrkneski herinn réðist til atlögu.Óhefðbundið tjáningarform Listaverk Banksy hafa prýtt veggi um heim allan en hann kýs að fara huldu höfði. Í viðtali frá því í sumar segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, að Banksy hafi þurft að halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist væri „ekki beint“ lögleg. „Veggurinn er almenningsrými og veggjalist felur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki stað inn í listasafni heldur líka úti á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Þegar borgarbúar í New York fóru á stjá á fimmtudagsmorgun blasti við þeim stórt og mikið listaverk eftir götulistamanninn Banksy. Striginn sem hann notar er jafnan óhefðbundinn en í þetta skiptið varð fyrir vali hans heil hlið húss sem stendur við Houstonstræti í Manhattan. Þetta kemur fram á vef New York Times.Frelsum Zehru DoganListaverkið er hápólitískt en með veggjalistinni beinir hann spjótum sínum að yfirvöldum í Tyrklandi fyrir að hafa handtekið blaða-og listakonuna Zehru Dogan sem er Kúrdi, búsett í Tyrklandi. Dogan var dæmd til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að mála kúrdíska fánann á byggingu sem var aðeins rústir einar. Tyrkneskir dómstólar mátu þetta sem svo að hún hafi haft í frammi „hryðjuverkaáróður“ með list sinni. Ein hlið hússins er alþakin rimlum og á bak við nokkra þeirra er mynd af Zehru Dogan. Neðst til hægri stendur síðan „Frelsum Zehru Dogan“.Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.VISIR/AFPHertóku Afrín-borg í dagÍ dag gerði Tyrkneski herinn, auk sýrlenskra uppreisnarmanna, áhlaup á Afrín-hérað í Sýrlandi en svæðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Liðsmenn þjóðvarðsveitar Kúrda, YPG, hafa ýmist fallið eða þurft að hörfa. Aðgerðirnar beindust einkum gegn YPG, sem Tyrkir segja að séu hryðjuverkasamtök. Um hundrað og fimmtíu þúsund almennra borgara hafa þurft að yfirgefa Afrín-hérað á síðustu dögum eftir að Tyrkneski herinn réðist til atlögu.Óhefðbundið tjáningarform Listaverk Banksy hafa prýtt veggi um heim allan en hann kýs að fara huldu höfði. Í viðtali frá því í sumar segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, að Banksy hafi þurft að halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist væri „ekki beint“ lögleg. „Veggurinn er almenningsrými og veggjalist felur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki stað inn í listasafni heldur líka úti á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira