Erlent

Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
298 manns létu lífið þegar MH17 var skotin niður.
298 manns létu lífið þegar MH17 var skotin niður. Vísir/AFP
29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. BBC greinir frá.



Vladyslav Voloshyn var liðsforingi í úkraínska flughernum og tók þátt í aðgerðum er barist var um yfirráð yfir Krímskaga. Boeing 777 þota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu og létust allir um borð, alls 298 farþegar og áhöfn flugvélarinnar.

Hollensk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin var skotin niður af rússneskri eldflaug sem skotið var upp af aðskilnaðarsinnum í Krímskaga sem nutu stuðnings Rússa.

Rússneskir embættismenn kenndu hins vegar Voloshyn um afdrif flugvélarinnar og sögðu hann hafa skotið niður farþegaþotuna.

Aðstandendur Voloshyn segja að hann hafi glímt við þunglyndi. Skaut hann sjálfan sig í íbúð hans í Mykolaiv, í grennd við Svarta hafið. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×