Arsenal á engin svör gegn City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik liðanna um síðustu helgi.
Úr leik liðanna um síðustu helgi. vísir/getty
Manchester City kláraði Arsenal á hálftíma á Emirates vellinum í kvöld í lokaleik 28. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Bernando Silva kom City yfir eftir korter, David Silva tvöfaldaði forystuna á 28. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Leroy Sane þriðja markið.

Með þessum mörkum varð Manchester City fyrsta liðið til þess að komast í 3-0 á útivelli frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er í annað sinn sem City gengur auðveldlega frá Arsenal á stuttum tíma, en sömu úrslit urðu í viðureign þessara liða í úrslitum deildarbikarsins á sunnudaginn.

Arsenal kom aðeins til baka í seinni hálfleik en náði ekki að klóra í bakkann, þrátt fyrir að Pierre-Emerick Aubameyang hafi fengið gullið tækifæri þegar Arsenal fékk vítaspyrnu snemma í seinni hálfleiknum en hann brenndi af spyrnunni.

City er nú komið aftur með 16 stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni þegar 10 umferðir eru eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira