Erlent

Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum

Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. Þá hafnar hún öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherrans í dag um stöðu Brexit viðræðanna.

May hefur sætt vaxandi gagnrýni vegna málsins og margir óttast að útganga Breta muni hafa afar slæmar afleiðingar fyrir efnahagslíf landsins. Evrópusinnar og þeir sem vilja „mjúka lendingu í málinu“ hafa meðal annars bent á EES-samninginn sem möguleg lausn fyrir Breta en May hafnar hins vegar þeirri lausn. 17.

„Það hefur verið skýr stefna Bretlands að yfirgefa tollabandalag ESB. Bretland hefur einnig gengið í tollabandalag við önnur ríki en ef slíku fyrirkomulagi yrði beitt gagnvart Bretlandi myndi það þýða að ESB setti ytri tolla sem gerði öðrum ríkjum kleift að selja meira til Bretlands án þess að gera okkur auðveldara fyrir að selja meira til þeirra. Ef Bretland gerðist aðili að sameiginlegu viðskiptastefnmunni færi það ekki saman við innihaldsríka og sjálfstæða viðskiptastefnu,“ sagði forsætisráðherran meðal annars í ræðu sinni í dag.

Útganga Breta úr Evrópusambandinu mun að óbreyttu þýða að ekki verður hægt að halda landamærum Írlands og Norður-Írlands opnum. May segir að tillaga um sérlausnir fyrir Norður-Írland - sem þýðir að landið verður áfram innan Evrópska efnahagssvæðisins ekki henta Bretum.

„Ég er persónulega staðráðin í að halda þessu til streitu. Sem forsætisráðherra alls Bretlands mun ég ekki láta brotthvarf okkar úr ESB verða til þess að bakslag komi í hinn sögulega árangur sem við höfum náð á Norður-Írlandi.“


Tengdar fréttir

Hefja herferð gegn Brexit

Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×