Reykjavík breyst úr úthverfisbæ í iðandi og nútímalega borg Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Formaður Samfylkingarinnar segir getuleysi ríkisstjórnarinnar til að fjármagna bætt kjör almennings vera ömurlegt. Vísir/Ernir „Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira