Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2018 08:30 Ungur drengur, sem missti hönd í átökunum, liggur í sjúkrahúsrúmi í Austur-Ghouta. Nordicphotos/AFP Sýrland Líklegt þykir að ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, heimili hjálparsamtökum að flytja nauðsynjar með bílalest til særðra og þurfandi í bænum Douma í Austur-Ghouta á sunnudaginn. Frá þessu greindi Geert Cappelaere, forstöðumaður UNICEF í Mið-Austurlöndum, í gær. Til stendur að lestin flytji nauðsynjar fyrir nærri 200.000 manns en samkvæmt Cappelaere er þörf á frekari bílalestum til að aðstoða 400.000 almenna borgara á svæðinu. „Sýrlenska ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að bílalestin fái að fara inn í Austur-Ghouta þann 4. mars. Við vonumst til þess að orð þeirra verði að skuldbindingu og erum tilbúin hvenær sem er,“ sagði Cappelaere. Hann bætti því við að í ljósi sögunnar þyrftu hjálparsamtök þó að vera raunsæ. Benti hann á að stjórnarliðar hefðu oft hirt birgðir úr bílunum. Rússar fyrirskipuðu í vikunni daglega fimm klukkustunda pásu á þessum hörðu átökum, sem hafa kostað nærri 600 lífið á tæpum tveimur vikum, í því skyni að leyfa hjálparsamtökum að koma inn á svæðið og almennum borgurum að flýja. Þau markmið hafa þó ekki náðst og hafa hjálparsamtök og erindrekar Sameinuðu þjóðanna sagt tímann allt of skamman. Enn bólar svo ekkert á innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi. Herforingi stjórnarliða í Austur-Ghouta sagði í gær að markmið þeirra væri nú að endurheimta svæðið, skref fyrir skref. Eftirlitssamtök sögðu í gær að það gengi vel hjá stjórnarliðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Sjá meira
Sýrland Líklegt þykir að ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, heimili hjálparsamtökum að flytja nauðsynjar með bílalest til særðra og þurfandi í bænum Douma í Austur-Ghouta á sunnudaginn. Frá þessu greindi Geert Cappelaere, forstöðumaður UNICEF í Mið-Austurlöndum, í gær. Til stendur að lestin flytji nauðsynjar fyrir nærri 200.000 manns en samkvæmt Cappelaere er þörf á frekari bílalestum til að aðstoða 400.000 almenna borgara á svæðinu. „Sýrlenska ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að bílalestin fái að fara inn í Austur-Ghouta þann 4. mars. Við vonumst til þess að orð þeirra verði að skuldbindingu og erum tilbúin hvenær sem er,“ sagði Cappelaere. Hann bætti því við að í ljósi sögunnar þyrftu hjálparsamtök þó að vera raunsæ. Benti hann á að stjórnarliðar hefðu oft hirt birgðir úr bílunum. Rússar fyrirskipuðu í vikunni daglega fimm klukkustunda pásu á þessum hörðu átökum, sem hafa kostað nærri 600 lífið á tæpum tveimur vikum, í því skyni að leyfa hjálparsamtökum að koma inn á svæðið og almennum borgurum að flýja. Þau markmið hafa þó ekki náðst og hafa hjálparsamtök og erindrekar Sameinuðu þjóðanna sagt tímann allt of skamman. Enn bólar svo ekkert á innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi. Herforingi stjórnarliða í Austur-Ghouta sagði í gær að markmið þeirra væri nú að endurheimta svæðið, skref fyrir skref. Eftirlitssamtök sögðu í gær að það gengi vel hjá stjórnarliðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“