Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 17:41 Lögregluþjónar standa vörð við heimili Skripal. Vísir/AFP Fyrrverandi rússneski njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri samkvæmt lögreglu og liggja þau þungt haldin á gjörgæslu. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. Tveir lögregluþjónar og sjúkraflutningamaður urðu einnig fyrir áhrifum efnisins. Annar lögregluþjónninn er í alvarlegu ástandi. Lögreglan hefur ekki gefið upp um hvers konar taugaeitur sé að ræða.Vísir/GraphicNewsSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins.Sjá einnig: Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnaraSamkvæmt umfjöllun Guardian er lögreglan í Bretlandi meðal annars að rannsaka hver framkvæmdi árásina, hvort meira sé af taugaeitri í Bretlandi og hvaðan það kom.Efnavopnasérfræðingar segja Guardian að nánast sé ómögulegt að framleiða taugaeitur án mikillar þekkingar og þjálfunar. Þar að auki þurfi sérstakan búnað.If Russia found responsible then US will have to impose new sanctions under the 1991 Chemical and Biological Weapons Control Act--we just slapped those on North Korea for the use of VX to assassinate Kiim Jong Namhttps://t.co/VXn58bBxcl— Gregory Koblentz (@gregkoblentz) March 7, 2018 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Fyrrverandi rússneski njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri samkvæmt lögreglu og liggja þau þungt haldin á gjörgæslu. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. Tveir lögregluþjónar og sjúkraflutningamaður urðu einnig fyrir áhrifum efnisins. Annar lögregluþjónninn er í alvarlegu ástandi. Lögreglan hefur ekki gefið upp um hvers konar taugaeitur sé að ræða.Vísir/GraphicNewsSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins.Sjá einnig: Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnaraSamkvæmt umfjöllun Guardian er lögreglan í Bretlandi meðal annars að rannsaka hver framkvæmdi árásina, hvort meira sé af taugaeitri í Bretlandi og hvaðan það kom.Efnavopnasérfræðingar segja Guardian að nánast sé ómögulegt að framleiða taugaeitur án mikillar þekkingar og þjálfunar. Þar að auki þurfi sérstakan búnað.If Russia found responsible then US will have to impose new sanctions under the 1991 Chemical and Biological Weapons Control Act--we just slapped those on North Korea for the use of VX to assassinate Kiim Jong Namhttps://t.co/VXn58bBxcl— Gregory Koblentz (@gregkoblentz) March 7, 2018
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira