Katrín veldur öryrkjum sárum vonbrigðum Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2018 15:28 Ljóst er að þolinmæði þeirra sem eru á örorkubótum er á þrotum, að sögn Þuríðar Hörpu. Fyrir liggur að margir í þeim hópi horfðu til Katrínar Jakobsdóttur með von í hjarta. Þeim mun sárari eru vonbrigðin með óverulegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, er orðin afar langþreytt á því að til betri vegar horfi fyrir þá sem eru á örorkubótum. Og þeim mun sárari eru vonbrigðin þegar horft er til þess að miklar væntingar voru til Katrínar Jakobsdóttur í þeim röðum. „Já. Fólk hafði væntingar og vonir þegar horft var til Katrínar. Við erum tilbúin í öll samtöl um breytingar á almannatryggingakerfi, það má einfalda og bæta og laga og þarf að vanda til verka. En, sumt er hægt að gera strax og þar á meðal er þessi króna-á-móti-krónu-skerðing en afnám hennar myndi færa ýmislegt til betri vegar. Það væri góð byrjun,“ segir Þuríður Harpa og skilur ekki hvers vegna ekki er hægt að fara þegar í slíkar aðgerðir.Þolinmæði þeirra á örorkubótum á þrotum „Þetta heita velferðarstjórn. Er það ekki? Nei, við erum langt í frá ánægð. Það erum við sem fáum póstana og samtölin frá fólki sem hélt að það væri eitthvað að fara að gerast. Komin stjórn sem myndi rétta hlut þeirra. Búið að bíða svo lengi. Það er löngu komið fram yfir dagsetningu, fólk nær ekki endum saman.“ Á vef Öryrkjabandalagsins er farið ítarlega í saumana á því grein sem heitir „Enn er beðið eftir réttlæti!“ Ljóst má vera að þolinmæði öryrkja er á þrotum. Þar er vakin athygli á því að allt annað hljóð sé í Katrínu Jakobsdóttur þingmanni í stjórnarandstöðu og svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Þingmaðurinn Katrín og forsætisráðherrann Katrín „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í september sl., þá þingmaður í stjórnarandstöðu.Öryrkjar hafa lengi barist fyrir bættum kjörum. Nú er staðan sú að 70 prósent þeirra eru með tekjur sem eru langt undir lágmarkslaunum og formanni ÖBÍ þykir skjóta skökku við að því sé fagnað að 30 prósent þeirra séu það ekki.visir/anton brinkÞað er ekki hægt að segja fólki sem þarf að berjast í hverjum einasta mánuði til þess að ná endum saman að halda áfram að bíða. Auðvitað taka allir undir orð Katrínar. Eða hvað? „Það er ekki rétt sem sagt er að ekkert hafi verið gert fyrir öryrkja í fjárlögum fyrir árið 2018. Þar skiluðu sér inn ákveðnar kjarabætur til öryrkja þannig að nú er staðan sú að 29% öryrkja fóru upp í 300.000 kr. greiðslur um áramótin og var bætt í við meðferð fjárlagafrumvarpsins.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, nú forsætisráðherra, í svari við fyrirspurn um kjör örorkulífeyrisþega á Alþingi í vikunni,“ segir í greininni.Sjö af hverjum tíu ná ekki lágmarkslaunum Greinarhöfundur telur eitt og annað við þessi orð Katrínar að athuga. „Til dæmis er þetta ekki alls kostar rétt. Það heyrir nefnilega til undantekninga að örorkulífeyrisþegar fái slíkar upphæðir frá almannatryggingum. Jafnvel þótt svo væri, þá stendur eftir að sjö af hverjum tíu öryrkjum ná því bara alls ekki.“ Þuríður Harpa segir öryrkja orðna afar langþreytta á að sjá engar breytingar. Það sé ekki nóg að stæra sig af því að einhver tæp þrjátíu prósent þeirra nái, með ýmsum æfingum reyndar, upp í lágmarkslaun sem eru 300 þúsund krónur, það þýði að eftir sitja 70 prósent sem það gera ekki. Og ótrúlegt að fólk skuli telja það í lagi. Fátækasta fólkið á Íslandi verði að hafa einhverjar bjargir en stór hluti þeirra situr pikkfastur í fátæktargildru. Hverri örðu af sjálfsbjargarviðleitni er miskunnarlaust sópað burtu með grimmum skerðingum: Krónu á móti krónu.Fátækasta fólkinu allar bjargir bannaðar „Þetta væri hægt að fara í strax,“ segir Þuríður Harpa og bendir á að Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi tekið það mál upp á þingi. En ÖBÍ hefur undanfarna tvo mánuði fundað með öllum þingflokkum. „Vonbrigði okkar byggjast ekki síst á því að Katrín skuli ekki geta beitt sér fyrir því að afnema þá skerðingu strax. Það væri strax mikil bót fyrir örorkulífeyrisþega. Þeir hefðu þá að minnsta kosti einhvern hvata til að fara út á vinnumarkað, leita sér vinnu. Meðan fólki eru allar bjargir bannaðar, til að bæta hag sinn, þegar stjórnvöld sjá það ekki einu sinni sem leið, þá er illa fyrir okkur komið. Það hefði verið jákvætt að þau gerðu og væru ekkert að tvínóna við það,“ segir formaður ÖBÍ. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, er orðin afar langþreytt á því að til betri vegar horfi fyrir þá sem eru á örorkubótum. Og þeim mun sárari eru vonbrigðin þegar horft er til þess að miklar væntingar voru til Katrínar Jakobsdóttur í þeim röðum. „Já. Fólk hafði væntingar og vonir þegar horft var til Katrínar. Við erum tilbúin í öll samtöl um breytingar á almannatryggingakerfi, það má einfalda og bæta og laga og þarf að vanda til verka. En, sumt er hægt að gera strax og þar á meðal er þessi króna-á-móti-krónu-skerðing en afnám hennar myndi færa ýmislegt til betri vegar. Það væri góð byrjun,“ segir Þuríður Harpa og skilur ekki hvers vegna ekki er hægt að fara þegar í slíkar aðgerðir.Þolinmæði þeirra á örorkubótum á þrotum „Þetta heita velferðarstjórn. Er það ekki? Nei, við erum langt í frá ánægð. Það erum við sem fáum póstana og samtölin frá fólki sem hélt að það væri eitthvað að fara að gerast. Komin stjórn sem myndi rétta hlut þeirra. Búið að bíða svo lengi. Það er löngu komið fram yfir dagsetningu, fólk nær ekki endum saman.“ Á vef Öryrkjabandalagsins er farið ítarlega í saumana á því grein sem heitir „Enn er beðið eftir réttlæti!“ Ljóst má vera að þolinmæði öryrkja er á þrotum. Þar er vakin athygli á því að allt annað hljóð sé í Katrínu Jakobsdóttur þingmanni í stjórnarandstöðu og svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Þingmaðurinn Katrín og forsætisráðherrann Katrín „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í september sl., þá þingmaður í stjórnarandstöðu.Öryrkjar hafa lengi barist fyrir bættum kjörum. Nú er staðan sú að 70 prósent þeirra eru með tekjur sem eru langt undir lágmarkslaunum og formanni ÖBÍ þykir skjóta skökku við að því sé fagnað að 30 prósent þeirra séu það ekki.visir/anton brinkÞað er ekki hægt að segja fólki sem þarf að berjast í hverjum einasta mánuði til þess að ná endum saman að halda áfram að bíða. Auðvitað taka allir undir orð Katrínar. Eða hvað? „Það er ekki rétt sem sagt er að ekkert hafi verið gert fyrir öryrkja í fjárlögum fyrir árið 2018. Þar skiluðu sér inn ákveðnar kjarabætur til öryrkja þannig að nú er staðan sú að 29% öryrkja fóru upp í 300.000 kr. greiðslur um áramótin og var bætt í við meðferð fjárlagafrumvarpsins.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, nú forsætisráðherra, í svari við fyrirspurn um kjör örorkulífeyrisþega á Alþingi í vikunni,“ segir í greininni.Sjö af hverjum tíu ná ekki lágmarkslaunum Greinarhöfundur telur eitt og annað við þessi orð Katrínar að athuga. „Til dæmis er þetta ekki alls kostar rétt. Það heyrir nefnilega til undantekninga að örorkulífeyrisþegar fái slíkar upphæðir frá almannatryggingum. Jafnvel þótt svo væri, þá stendur eftir að sjö af hverjum tíu öryrkjum ná því bara alls ekki.“ Þuríður Harpa segir öryrkja orðna afar langþreytta á að sjá engar breytingar. Það sé ekki nóg að stæra sig af því að einhver tæp þrjátíu prósent þeirra nái, með ýmsum æfingum reyndar, upp í lágmarkslaun sem eru 300 þúsund krónur, það þýði að eftir sitja 70 prósent sem það gera ekki. Og ótrúlegt að fólk skuli telja það í lagi. Fátækasta fólkið á Íslandi verði að hafa einhverjar bjargir en stór hluti þeirra situr pikkfastur í fátæktargildru. Hverri örðu af sjálfsbjargarviðleitni er miskunnarlaust sópað burtu með grimmum skerðingum: Krónu á móti krónu.Fátækasta fólkinu allar bjargir bannaðar „Þetta væri hægt að fara í strax,“ segir Þuríður Harpa og bendir á að Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi tekið það mál upp á þingi. En ÖBÍ hefur undanfarna tvo mánuði fundað með öllum þingflokkum. „Vonbrigði okkar byggjast ekki síst á því að Katrín skuli ekki geta beitt sér fyrir því að afnema þá skerðingu strax. Það væri strax mikil bót fyrir örorkulífeyrisþega. Þeir hefðu þá að minnsta kosti einhvern hvata til að fara út á vinnumarkað, leita sér vinnu. Meðan fólki eru allar bjargir bannaðar, til að bæta hag sinn, þegar stjórnvöld sjá það ekki einu sinni sem leið, þá er illa fyrir okkur komið. Það hefði verið jákvætt að þau gerðu og væru ekkert að tvínóna við það,“ segir formaður ÖBÍ.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira