Assad-liðar á leið til Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn og vilja reka þá Afrinhéraði Sýrlands. Vísir/AFP Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018 Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira
Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira