Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 12:20 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Vísir/Valli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikatilraunum á netinu, sem berast gjarnan frá ættingjum og kunningjum. Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. Netsvindlið virkar á þá leið að fólk fær senda beiðni í gegnum skilaboðaþjónustu Facebook, eða annan sambærilegan miðil, frá ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel ókunnugu fólki. Í skilaboðunum er fólk beðið um upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að hægt sé að leggja pening inn á reikning þess sem svindlað er á. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.Ginntir til þess að taka smálán Skilaboðin eru oft á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum, og að einhver tæknileg vandræði hafi komið upp í sambandi við debetkort, heimabanka eða millifærslur. Næstu vendingar í málum sem þessum eru oft þær að millifærslan, sem lögð er inn á reikninginn, er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.Dæmi um smálánasvindl.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFyrr í mánuðinum var greint frá sambærilegu máli sem kom inn á borð Neytendasamtakanna hvar maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Þeirri beiðni lauk með því að gamli kunninginn, sem sagðist einmitt staddur í útlöndum, hafði tekið smálán í nafni mannsins og platað hann til að millifæra andvirði þess inn á sig. Að sögn lögreglu er afar mikilvægt að fólk vari varlega í slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer, né heldur millifæri á aðra, nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust. Lögreglumál Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikatilraunum á netinu, sem berast gjarnan frá ættingjum og kunningjum. Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. Netsvindlið virkar á þá leið að fólk fær senda beiðni í gegnum skilaboðaþjónustu Facebook, eða annan sambærilegan miðil, frá ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel ókunnugu fólki. Í skilaboðunum er fólk beðið um upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að hægt sé að leggja pening inn á reikning þess sem svindlað er á. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.Ginntir til þess að taka smálán Skilaboðin eru oft á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum, og að einhver tæknileg vandræði hafi komið upp í sambandi við debetkort, heimabanka eða millifærslur. Næstu vendingar í málum sem þessum eru oft þær að millifærslan, sem lögð er inn á reikninginn, er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.Dæmi um smálánasvindl.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFyrr í mánuðinum var greint frá sambærilegu máli sem kom inn á borð Neytendasamtakanna hvar maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Þeirri beiðni lauk með því að gamli kunninginn, sem sagðist einmitt staddur í útlöndum, hafði tekið smálán í nafni mannsins og platað hann til að millifæra andvirði þess inn á sig. Að sögn lögreglu er afar mikilvægt að fólk vari varlega í slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer, né heldur millifæri á aðra, nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust.
Lögreglumál Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45
Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39