Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 12:20 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Vísir/Valli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikatilraunum á netinu, sem berast gjarnan frá ættingjum og kunningjum. Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. Netsvindlið virkar á þá leið að fólk fær senda beiðni í gegnum skilaboðaþjónustu Facebook, eða annan sambærilegan miðil, frá ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel ókunnugu fólki. Í skilaboðunum er fólk beðið um upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að hægt sé að leggja pening inn á reikning þess sem svindlað er á. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.Ginntir til þess að taka smálán Skilaboðin eru oft á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum, og að einhver tæknileg vandræði hafi komið upp í sambandi við debetkort, heimabanka eða millifærslur. Næstu vendingar í málum sem þessum eru oft þær að millifærslan, sem lögð er inn á reikninginn, er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.Dæmi um smálánasvindl.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFyrr í mánuðinum var greint frá sambærilegu máli sem kom inn á borð Neytendasamtakanna hvar maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Þeirri beiðni lauk með því að gamli kunninginn, sem sagðist einmitt staddur í útlöndum, hafði tekið smálán í nafni mannsins og platað hann til að millifæra andvirði þess inn á sig. Að sögn lögreglu er afar mikilvægt að fólk vari varlega í slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer, né heldur millifæri á aðra, nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust. Lögreglumál Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikatilraunum á netinu, sem berast gjarnan frá ættingjum og kunningjum. Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. Netsvindlið virkar á þá leið að fólk fær senda beiðni í gegnum skilaboðaþjónustu Facebook, eða annan sambærilegan miðil, frá ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel ókunnugu fólki. Í skilaboðunum er fólk beðið um upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að hægt sé að leggja pening inn á reikning þess sem svindlað er á. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.Ginntir til þess að taka smálán Skilaboðin eru oft á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum, og að einhver tæknileg vandræði hafi komið upp í sambandi við debetkort, heimabanka eða millifærslur. Næstu vendingar í málum sem þessum eru oft þær að millifærslan, sem lögð er inn á reikninginn, er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.Dæmi um smálánasvindl.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFyrr í mánuðinum var greint frá sambærilegu máli sem kom inn á borð Neytendasamtakanna hvar maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Þeirri beiðni lauk með því að gamli kunninginn, sem sagðist einmitt staddur í útlöndum, hafði tekið smálán í nafni mannsins og platað hann til að millifæra andvirði þess inn á sig. Að sögn lögreglu er afar mikilvægt að fólk vari varlega í slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer, né heldur millifæri á aðra, nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust.
Lögreglumál Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45
Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39