Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 14:50 Lilja Margrét Olsen er verjandi mannsins sem ráðist var á á Litla Hrauni í vikunni. Réttargæslumaður hælisleitandans Houssin Bsraoi segir algjörlega ljóst að flytja þarf hann aftur til landsins ef líkamsárásarmál gegn honum fer fyrir dómstóla.Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð. Hann sat inni á Litla-Hrauni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip.Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var sóttur á þriðjudag og fluttur úr landi til Marokkó, þaðan sem hann flúði.Sjá einnig: Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Rætt var við réttargæslumann hans, Lilju Margréti Olsen, á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag en í samtali við Vísi segir Lilja að ekki sé vitað hvort ákæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar, en hún reikni fastlega með því. Rannsóknin á málinu er á lokametrunum. Lögreglan leggur síðan málið í hendur embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Fari svo fer málið fyrir héraðsdóm þar sem taka þarf skýrslu af Bsraoi.Ekki hægt að ræða við lykilvitni í gegnum síma Hann er ekki aðeins brotaþoli í málinu heldur einnig lykilvitni. Lilja Margrét segir það liggja algjörlega ljóst fyrir að ekki muni duga að taka skýrsluna af Bsraoi í gegnum síma heldur þurfi það að gerast í réttarsal hér á landi. Sakamálalögin gera ráð fyrir því að sé um lykilvitni að ræða þá gildi sú meginregla um milliliðalausa sönnunarfærslu að dómari þarf að sitja fyrir framan vitni á meðan það gefur skýrslu. „Þannig að hann getur ekki gefið skýrslu öðruvísi en að koma til landsins,“ segir Lilja.Galið fyrirkomulag Hún segir það vera galið fyrirkomulag að séu hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. „Þetta er í raun og veru alvarleg staða í réttarvörslukerfinu að mínu mati. Þrátt fyrir ítrekaða fjölmiðlaumfjöllun og umræður á þingi þá virðist ekki hægt að koma þessum málum í almennilegan farveg,“ segir Lilja. „Verkferlar eru bara ekki skýrir eins og þeir þurfa að vera í jafn viðkvæmum málaflokki og þessum.“ Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Innlent Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Innlent Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Erlent Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Innlent Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Innlent Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Erlent Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Innlent Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Innlent Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Erlent Fleiri fréttir „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Ríkisstjórnarsamstarfið, verkalýðsmál og opnun Grindavíkur Nýja skipið mun betra Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Meðalaldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf nýliðun Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Engin ummerki um ísbirni Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi Vatnsleki í Skeifunni Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Bein útsending: Ávarp Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Staðan á ríkisstjórninni og félagsmálaráðherra svarar fyrir símtalið Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest Lokaleit að ísbjörnum með dróna Ríkisstjórnin á hengiflugi Slysið í Stykkishólmi alvarlegt Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Ísland má ekki vera söluvara erlendra glæpagengja Barn ógnaði lögreglumanni með eftirlíkingu af skammbyssu Sjá meira
Réttargæslumaður hælisleitandans Houssin Bsraoi segir algjörlega ljóst að flytja þarf hann aftur til landsins ef líkamsárásarmál gegn honum fer fyrir dómstóla.Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð. Hann sat inni á Litla-Hrauni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip.Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var sóttur á þriðjudag og fluttur úr landi til Marokkó, þaðan sem hann flúði.Sjá einnig: Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Rætt var við réttargæslumann hans, Lilju Margréti Olsen, á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag en í samtali við Vísi segir Lilja að ekki sé vitað hvort ákæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar, en hún reikni fastlega með því. Rannsóknin á málinu er á lokametrunum. Lögreglan leggur síðan málið í hendur embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Fari svo fer málið fyrir héraðsdóm þar sem taka þarf skýrslu af Bsraoi.Ekki hægt að ræða við lykilvitni í gegnum síma Hann er ekki aðeins brotaþoli í málinu heldur einnig lykilvitni. Lilja Margrét segir það liggja algjörlega ljóst fyrir að ekki muni duga að taka skýrsluna af Bsraoi í gegnum síma heldur þurfi það að gerast í réttarsal hér á landi. Sakamálalögin gera ráð fyrir því að sé um lykilvitni að ræða þá gildi sú meginregla um milliliðalausa sönnunarfærslu að dómari þarf að sitja fyrir framan vitni á meðan það gefur skýrslu. „Þannig að hann getur ekki gefið skýrslu öðruvísi en að koma til landsins,“ segir Lilja.Galið fyrirkomulag Hún segir það vera galið fyrirkomulag að séu hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. „Þetta er í raun og veru alvarleg staða í réttarvörslukerfinu að mínu mati. Þrátt fyrir ítrekaða fjölmiðlaumfjöllun og umræður á þingi þá virðist ekki hægt að koma þessum málum í almennilegan farveg,“ segir Lilja. „Verkferlar eru bara ekki skýrir eins og þeir þurfa að vera í jafn viðkvæmum málaflokki og þessum.“
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Innlent Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Innlent Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Erlent Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Innlent Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Innlent Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Erlent Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Innlent Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Innlent Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Erlent Fleiri fréttir „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Ríkisstjórnarsamstarfið, verkalýðsmál og opnun Grindavíkur Nýja skipið mun betra Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Meðalaldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf nýliðun Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Engin ummerki um ísbirni Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi Vatnsleki í Skeifunni Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Bein útsending: Ávarp Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Staðan á ríkisstjórninni og félagsmálaráðherra svarar fyrir símtalið Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest Lokaleit að ísbjörnum með dróna Ríkisstjórnin á hengiflugi Slysið í Stykkishólmi alvarlegt Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Ísland má ekki vera söluvara erlendra glæpagengja Barn ógnaði lögreglumanni með eftirlíkingu af skammbyssu Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00