Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2018 16:50 Meðal þess sem gagnrýnt hefur er að maðurinn var hafður meðal hættulegra brotamanna á Litla Hrauni, en það er samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns hans, að sögn Páls Winkel. Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00