Fjármálaráðherra segir þingmenn vera með dylgjur og blaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2018 20:30 Fjármálaráðherra sagði þingmenn ýmist vera með dylgjur eða innihaldslaust blaður í umræðum um Arion banka á Alþingi í dag. Hagsmunir ríkisins væru tryggðir ykist verðmæti bankans eftir sölu á hlut ríkisins í honum. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði bæði fjármálaráðherra út í málefni Arion banka á Alþingi í dag en þó á ólíkum forsendum. Oddný sagði Benedikt Gíslason aðstoðarmann Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu við samningu stöðugleikaskilyrðanna fyrir bankana, hafa haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um hag íslenska ríkisins og markmið þess í viðræðum við kröfuhafa. „Það er því hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoðarmaðurinn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður hæstvirts ráðherra,“ sagði Oddný og spurði hvort ráðherra teldi þetta eðlilegt. „Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er. Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag,“ sagði Bjarni. Þingmenn Miðflokksins telja að erlendir vogunarsjóðir sem eiga meirihluta í Arion banka beiti skipulagðri leikfléttu gagnvart íslenskum stjórnvöldum með kaupum sjóðanna á hlut ríkisins í Arion. Bankinn sé mun verðmætari en það verð sem ríkið fái fyrir 13 prósenta hlut sinn í Arion gefi til kynna. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari,“ sagði Birgir Þórarinsson. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki aðeins fá greitt fyrir hlut sinn í bankanum, samkvæmt ófrávíkjanlegum kauprétti hluthafanna, heldur stóran hlut af söluverði Kaupþings selji félagið eign sína í Arion síðar yfir matsverði. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður.,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði þingmenn ýmist vera með dylgjur eða innihaldslaust blaður í umræðum um Arion banka á Alþingi í dag. Hagsmunir ríkisins væru tryggðir ykist verðmæti bankans eftir sölu á hlut ríkisins í honum. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði bæði fjármálaráðherra út í málefni Arion banka á Alþingi í dag en þó á ólíkum forsendum. Oddný sagði Benedikt Gíslason aðstoðarmann Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu við samningu stöðugleikaskilyrðanna fyrir bankana, hafa haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um hag íslenska ríkisins og markmið þess í viðræðum við kröfuhafa. „Það er því hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoðarmaðurinn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður hæstvirts ráðherra,“ sagði Oddný og spurði hvort ráðherra teldi þetta eðlilegt. „Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er. Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag,“ sagði Bjarni. Þingmenn Miðflokksins telja að erlendir vogunarsjóðir sem eiga meirihluta í Arion banka beiti skipulagðri leikfléttu gagnvart íslenskum stjórnvöldum með kaupum sjóðanna á hlut ríkisins í Arion. Bankinn sé mun verðmætari en það verð sem ríkið fái fyrir 13 prósenta hlut sinn í Arion gefi til kynna. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari,“ sagði Birgir Þórarinsson. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki aðeins fá greitt fyrir hlut sinn í bankanum, samkvæmt ófrávíkjanlegum kauprétti hluthafanna, heldur stóran hlut af söluverði Kaupþings selji félagið eign sína í Arion síðar yfir matsverði. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður.,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25
Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00