Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að kaupréttur Kaupskila á hlut ríkisins í Arion banka væri „fortakslaus.“ Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings en félagið á 57 prósenta hlut í Arion banka. Í síðustu viku var greint frá því að Kaupskil hygðist nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum hlut ríkisins í samræmi við kaupréttinn. Kauprétturinn kemur fram í hluthafasamkomulagi sem gert var á milli Nýja Kaupþings, þ.e. Arion banka, Kaupskila og ríkisins 3. september 2009 vegna stofnfjármögnunar Arion banka. Þar segir: „Kaupskil skal hafa kauprétt á hlutabréfum ríkisins þar sem Kaupskil hefur rétt til að kaupa hlutabréf ríkisins í Nýja Kaupþingi (Arion banka innsk.blm).“ Orðin „skal hafa (e. shall have)“ í texta hluthafasamkomulagsins eru ekki undirorpin túlkun og fela í sér skyldu fyrir ríkið. Í umræðu síðustu daga hefur verið gefið í skyn að ríkissjóður geti hafnað kaupréttinum. Eins og hann er orðaður í texta samningsins er ljóst að um er að ræða skyldu til afhendingar á hlutabréfum miðað við ákveðnar forsendur um verð sem höfðu verið teknar út þegar hluthafasamkomulagið var birt á sínum tíma. Ljóst er að ef ríkið myndi hafna virkjun kaupréttarins væri það í raun að brjóta ákvæði hluthafasamkomulagsins. Kauprétturinn er svokallaður "call option." Þetta eru í raun sambærileg réttindi og kaupréttir sem stjórnendur fjármálafyrirtækja fá til kaupa á hlutabréfum. Logi Einarson formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í nýtingu kaupréttarins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Þegar ríkið ákvað að setja framlag inn í Arion banka upp á 9,8 milljarða króna þá var þetta kaupréttarákvæði sett inn sem snýst um að að þessi aðili getur kosið að kaupa ríkið út úr Arion banka á hverjum þeim tímapunkti sem kann að koma upp. Það er að segja, kauprétturinn er fortakslaus, honum má ekki rugla saman við forkaupsrétt sem hefur auðvitað líka verið töluvert til umræðu hér í þessum sal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að kaupréttur Kaupskila á hlut ríkisins í Arion banka væri „fortakslaus.“ Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings en félagið á 57 prósenta hlut í Arion banka. Í síðustu viku var greint frá því að Kaupskil hygðist nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum hlut ríkisins í samræmi við kaupréttinn. Kauprétturinn kemur fram í hluthafasamkomulagi sem gert var á milli Nýja Kaupþings, þ.e. Arion banka, Kaupskila og ríkisins 3. september 2009 vegna stofnfjármögnunar Arion banka. Þar segir: „Kaupskil skal hafa kauprétt á hlutabréfum ríkisins þar sem Kaupskil hefur rétt til að kaupa hlutabréf ríkisins í Nýja Kaupþingi (Arion banka innsk.blm).“ Orðin „skal hafa (e. shall have)“ í texta hluthafasamkomulagsins eru ekki undirorpin túlkun og fela í sér skyldu fyrir ríkið. Í umræðu síðustu daga hefur verið gefið í skyn að ríkissjóður geti hafnað kaupréttinum. Eins og hann er orðaður í texta samningsins er ljóst að um er að ræða skyldu til afhendingar á hlutabréfum miðað við ákveðnar forsendur um verð sem höfðu verið teknar út þegar hluthafasamkomulagið var birt á sínum tíma. Ljóst er að ef ríkið myndi hafna virkjun kaupréttarins væri það í raun að brjóta ákvæði hluthafasamkomulagsins. Kauprétturinn er svokallaður "call option." Þetta eru í raun sambærileg réttindi og kaupréttir sem stjórnendur fjármálafyrirtækja fá til kaupa á hlutabréfum. Logi Einarson formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í nýtingu kaupréttarins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Þegar ríkið ákvað að setja framlag inn í Arion banka upp á 9,8 milljarða króna þá var þetta kaupréttarákvæði sett inn sem snýst um að að þessi aðili getur kosið að kaupa ríkið út úr Arion banka á hverjum þeim tímapunkti sem kann að koma upp. Það er að segja, kauprétturinn er fortakslaus, honum má ekki rugla saman við forkaupsrétt sem hefur auðvitað líka verið töluvert til umræðu hér í þessum sal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02