Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 12:15 Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda. Vísir/Samsett Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að næsta skrefið af hálfu þingsins sé að kalla eftir niðurstöðum athugunar velferðarráðuneytisins í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Að því loknu hljóti það að vera velferðarnefndar að meta hvort málið verði tekið fyrir. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar segir að Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, komi fyrir nefndina á næstu dögum til þess að ræða barnaverndarmál. Hún hyggst þá einnig spyrja hann út í niðurstöðu ráðuneytisins – ef hún liggur yfir höfuð fyrir – og út í nýjustu vendingar í málinu. Fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra segir að í ljósi alvarleika málsins geti núverandi félags-og jafnréttismálaráðherra ekki leynt niðurstöðum athugunar.Vísir/ErnirBarnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfunum var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Á föstudag tilkynnti velferðarráðuneytið að Bragi væri útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir ásakanir starfsfólks barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Eðlileg stjórnsýsla að gera niðurstöðuna opinbera „Þegar mál eru sett fram með þessum hætti, formleg kvörtun, er alveg ljóst að það er komin upp alvarleg staða. Það hefur verið lýst yfir trúnaðarbresti á milli Barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu. Þá á það að vera eðlilegur hluti af því að ljúka málinu að gera niðurstöðuna opinbera, fullkomlega í takt við eðlilegt gagnsæi í stjórnsýslu og það á ekki að vera með neinn feluleik með það,“ segir Þorsteinn.Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.vísir/valliHann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. „Þarna er kvartað yfir starfsháttum, með formlegum hætti, það var fjallað um það opinberlega að hverju þessar umkvartanir sneru. Að mínu viti, í stöðu minni sem ráðherra á þeim tíma, taldi ég þær það alvarlegar að það kallaði á mjög alvarlega athugun af hálfu ráðuneytisins á því hvað væri hæft í þessu og þegar mál eru komin í slíkan farveg er mjög eðlilegt að niðurstöður þeirra séu opinberar,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að það sé afar mikilvægt að endurreisa traust og trúnað á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda sem höfðu í frammi umkvartanir. „Ég tel algjörlega augljóst að niðurstaða slíkrar athugunar eigi að vera opinber.“Formaður velferðarnefndar vill fá allar upplýsingar upp á borð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir að það sé afar mikilvægt að allar upplýsingar í málinu séu aðgengilegur til þess að hægt sé að meta framhaldið. „Við, Píratar, viljum fá allar upplýsingar upp á borð.“ „Við eigum eftir að eiga okkar þingflokksfund í dag. Það var ekki talað um þetta sérstaklega á nefndarfundi í morgun,“ segir Halldóra sem segist ætla að eiga samtal við Ásmund Einar um vendingar í máli Braga þegar ráðherrann kemur fyrir nefndina á næstu dögum.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir að það sé afar mikilvægt að niðurstöður athugunar velferðarráðuneytisins séu gerðar opinberar.vísir/ernirSpyr sig hvort Bragi njóti trausts „Það er mjög óheppilegt ef ráðherra gefur út stuðningsyfirlýsingu þegar hann nýtur kannski ekki trausts. Maður spyr sig, nýtur hann trausts? Það er mjög flott hjá Þorsteini Víglundssyni að beina kastljósinu að þessu.“Útnefning Braga gagnrýnd Útnefning Braga hefur verið harðlega gagnrýnd. Í Silfrinu gærmorgun tjáði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sig um málið og sagði að með útspilinu væri verið að verðlauna slæma hegðun. Þá ritaði Þorsteinn Víglundsson stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hann gagnrýndi starfshætti núverandi ráðherra. Niðurstöður athugunar ráðuneytisins ættu að vera opinberar. Í gærkvöldi sendi ungliðahreyfing Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin drægi stuðning sinn til baka.Hvorki náðist í Ásmund Einar Daðason né Braga Guðbrandsson við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að næsta skrefið af hálfu þingsins sé að kalla eftir niðurstöðum athugunar velferðarráðuneytisins í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Að því loknu hljóti það að vera velferðarnefndar að meta hvort málið verði tekið fyrir. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar segir að Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, komi fyrir nefndina á næstu dögum til þess að ræða barnaverndarmál. Hún hyggst þá einnig spyrja hann út í niðurstöðu ráðuneytisins – ef hún liggur yfir höfuð fyrir – og út í nýjustu vendingar í málinu. Fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra segir að í ljósi alvarleika málsins geti núverandi félags-og jafnréttismálaráðherra ekki leynt niðurstöðum athugunar.Vísir/ErnirBarnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfunum var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Á föstudag tilkynnti velferðarráðuneytið að Bragi væri útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir ásakanir starfsfólks barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Eðlileg stjórnsýsla að gera niðurstöðuna opinbera „Þegar mál eru sett fram með þessum hætti, formleg kvörtun, er alveg ljóst að það er komin upp alvarleg staða. Það hefur verið lýst yfir trúnaðarbresti á milli Barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu. Þá á það að vera eðlilegur hluti af því að ljúka málinu að gera niðurstöðuna opinbera, fullkomlega í takt við eðlilegt gagnsæi í stjórnsýslu og það á ekki að vera með neinn feluleik með það,“ segir Þorsteinn.Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.vísir/valliHann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. „Þarna er kvartað yfir starfsháttum, með formlegum hætti, það var fjallað um það opinberlega að hverju þessar umkvartanir sneru. Að mínu viti, í stöðu minni sem ráðherra á þeim tíma, taldi ég þær það alvarlegar að það kallaði á mjög alvarlega athugun af hálfu ráðuneytisins á því hvað væri hæft í þessu og þegar mál eru komin í slíkan farveg er mjög eðlilegt að niðurstöður þeirra séu opinberar,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að það sé afar mikilvægt að endurreisa traust og trúnað á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda sem höfðu í frammi umkvartanir. „Ég tel algjörlega augljóst að niðurstaða slíkrar athugunar eigi að vera opinber.“Formaður velferðarnefndar vill fá allar upplýsingar upp á borð Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir að það sé afar mikilvægt að allar upplýsingar í málinu séu aðgengilegur til þess að hægt sé að meta framhaldið. „Við, Píratar, viljum fá allar upplýsingar upp á borð.“ „Við eigum eftir að eiga okkar þingflokksfund í dag. Það var ekki talað um þetta sérstaklega á nefndarfundi í morgun,“ segir Halldóra sem segist ætla að eiga samtal við Ásmund Einar um vendingar í máli Braga þegar ráðherrann kemur fyrir nefndina á næstu dögum.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir að það sé afar mikilvægt að niðurstöður athugunar velferðarráðuneytisins séu gerðar opinberar.vísir/ernirSpyr sig hvort Bragi njóti trausts „Það er mjög óheppilegt ef ráðherra gefur út stuðningsyfirlýsingu þegar hann nýtur kannski ekki trausts. Maður spyr sig, nýtur hann trausts? Það er mjög flott hjá Þorsteini Víglundssyni að beina kastljósinu að þessu.“Útnefning Braga gagnrýnd Útnefning Braga hefur verið harðlega gagnrýnd. Í Silfrinu gærmorgun tjáði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sig um málið og sagði að með útspilinu væri verið að verðlauna slæma hegðun. Þá ritaði Þorsteinn Víglundsson stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hann gagnrýndi starfshætti núverandi ráðherra. Niðurstöður athugunar ráðuneytisins ættu að vera opinberar. Í gærkvöldi sendi ungliðahreyfing Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin drægi stuðning sinn til baka.Hvorki náðist í Ásmund Einar Daðason né Braga Guðbrandsson við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu