Erlent

Jarðskjálfti af stærð 7,5 skók Papúa Nýju-Gíneu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Skjálftinn varð á 35 kílómetra dýpi í 89 kílómetra fjarlægð frá bænum Porgera í Papúa Nýju-Gíneu.
Skjálftinn varð á 35 kílómetra dýpi í 89 kílómetra fjarlægð frá bænum Porgera í Papúa Nýju-Gíneu. Mynd/Google Maps
Sterkur jarðskjálfti skók Papúa Nýju-Gíneu í gær og samkvæmt upplýsingum frá bandarísku jarðfræðistofnuninni var skjálftinn 7,5 stig. Skjálftinn varð tæpum níutíu kílómetrum frá bænum Porgera í Enga héraði í landinu. 

Ekki er ljóst hvort mikill skaði hafi hlotist af skjálftanum en samkvæmt vefsíðu bandarísku jarðfræðistofnunarinnar hafa nítján manns tilkynnt það að hafa fundið fyrir skjálftanum og sumir þeirra segja að hristingurinn hafi verið ofsafenginn. 

Talið er að ekki sé hætta á því að skjálftinn muni valda flóðbylgjum við strandir Papúa Nýju-Gíneu en skjálftinn varð á um 35 kílómetra dýpi á svæði þar sem er frumskógur.

Skjálftinn er sá stærsti á svæðinu í áraraðir en síðast varð stór jarðskjálfti í Papúa Nýju-Gíneu árið 1993. Sá skjálfti var 6,2 stig og varð í um sautján kílómetra fjarlægð frá skjálftanum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×